Saga


Saga - 2012, Side 231

Saga - 2012, Side 231
aldrei að taka Moskvu eða að fara svo langt inn í Rússland sem raunin varð, og sú aðferð Rússa að skilja eftir sig sviðna jörð var ekki fyrirfram ákveðin heldur þvinguðu aðstæður þá til þess að eyðileggja allt á undanhaldinu. Einnig er í bókinni prýðileg greining á því hvers vegna Rússlandsævintýrið var eitt feigðarflan frá upphafi til enda. Þótt yfirleitt séu lýsingar höfundar á orrustum Napóleons skilmerkilegar og skýrar er óumflýjanlegt að lesandi, sem ekki er þeim mun betur að sér um efnið, ruglist stundum í ríminu. Úr því hefði mátt bæta með kortum af orr- ustunum; þau hefði ekki endilega þurft að hafa í sjálfum textanum heldur í viðbæti aftast í bókinni ásamt samantekt á gangi mála í viðkomandi orrustu. Í heildina má líka segja að það hefði mátt hafa fleiri kort og skýringarmynd- ir í bókinni, það hefði aukið notagildi hennar til muna. Mjög hefði og verið til bóta að fá yfirlit yfir hinar ýmsu tignarstöður innan hersins. Að átta sig á goggunarröðinni þar á bæ, án hjálpartækja, er ekki nema fyrir innmúraða. Yfirleitt er texti bókarinnar læsilegur og á góðu máli, en ýmsa hnökra má þó finna sem hefði þurft að laga í yfirlestri. Er, svo dæmi sé tekið, hægt að kalla konsúlsbúning Napóleons „drakt“? Sachsen er venjulega kallað Saxland á íslensku en það er eina ríkjanafnið á bls. 324 sem ekki er íslenskað. Sumar setningar eru líka illskiljanlegar, eins og þegar sagt er um Rússa að „þeir muni berjast á dýpinu“ en ekki á ákveðnum víglínum (bls. 437). Á bls. 205 er sagt frá því að margir íbúar Korsíku hafi greitt atkvæði gegn stjórnarskrá Napó - leons og síðan að þar hafi ekki verið „neinum vélabrögðum Lúsíens (bróður Napóleons, innskot mitt GJG) að kenna“. Hvernig Lúsíen átti að hafa hag af því að mörg nei-atkvæði kæmu frá Korsíku er óskiljanlegt því hann hafði sjálfur bætt við hálfri milljón atkvæða hermanna, sem ekki höfðu greitt at - kvæði, til að flikka upp á tölur um kjörsókn. Það verður einnig að teljast tals- vert afrek af höfundi að gera Þemistókles að konungi í lýðveldinu Aþenu (bls. 560), auk þess sem Þemistókles er ekki að finna í nafnaskránni. Þótt hér hafi verið fundið að ýmsu, er ævisaga Napóleons eftir Herman Lindqvist í heild prýðileg bók og ætti að vera til í bókskápum allra þeirra sem áhuga hafa á sögu og sagnfræði. Hér í upphafi var kvartað yfir því að lítið komi út af bókum um erlenda sögu hér á landi, en þær góðu viðtökur sem þessi bók fékk (hún var um tíma nánast uppseld hjá útgefanda) vekja vonir um að fleiri útgefendur taki sér tak og láti þýða slíkar bækur, og þá ekki bara frá Englandi eða Bandaríkjunum. Það væri til dæmis fróðlegt að fá sjónarhorn Þjóðverja eða Ítala á ýmsa atburði úr fyrri eða seinni heims- styrjöld. Svo mætti líka benda íslenskum sagnfræðingum á að ekkert mælir gegn því að þeir skrifi gagnleg alþýðleg yfirlitsrit af þessu tagi handa íslenskum lesendum, rétt eins og Lindqvist hefur gert handa Svíum, og leggi mat á atburði og persónur út frá íslensku sjónarhorni, líkt og Magnús Þór Haf steinsson gerir í bók sinni Dauðinn í Dumbshafi. Guðmundur J. Guðmundsson ritdómar 231 Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 231
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.