Saga - 2012, Síða 231
aldrei að taka Moskvu eða að fara svo langt inn í Rússland sem raunin varð,
og sú aðferð Rússa að skilja eftir sig sviðna jörð var ekki fyrirfram ákveðin
heldur þvinguðu aðstæður þá til þess að eyðileggja allt á undanhaldinu.
Einnig er í bókinni prýðileg greining á því hvers vegna Rússlandsævintýrið
var eitt feigðarflan frá upphafi til enda.
Þótt yfirleitt séu lýsingar höfundar á orrustum Napóleons skilmerkilegar
og skýrar er óumflýjanlegt að lesandi, sem ekki er þeim mun betur að sér um
efnið, ruglist stundum í ríminu. Úr því hefði mátt bæta með kortum af orr-
ustunum; þau hefði ekki endilega þurft að hafa í sjálfum textanum heldur í
viðbæti aftast í bókinni ásamt samantekt á gangi mála í viðkomandi orrustu.
Í heildina má líka segja að það hefði mátt hafa fleiri kort og skýringarmynd-
ir í bókinni, það hefði aukið notagildi hennar til muna. Mjög hefði og verið
til bóta að fá yfirlit yfir hinar ýmsu tignarstöður innan hersins. Að átta sig á
goggunarröðinni þar á bæ, án hjálpartækja, er ekki nema fyrir innmúraða.
Yfirleitt er texti bókarinnar læsilegur og á góðu máli, en ýmsa hnökra má
þó finna sem hefði þurft að laga í yfirlestri. Er, svo dæmi sé tekið, hægt að
kalla konsúlsbúning Napóleons „drakt“? Sachsen er venjulega kallað Saxland
á íslensku en það er eina ríkjanafnið á bls. 324 sem ekki er íslenskað. Sumar
setningar eru líka illskiljanlegar, eins og þegar sagt er um Rússa að „þeir muni
berjast á dýpinu“ en ekki á ákveðnum víglínum (bls. 437). Á bls. 205 er sagt
frá því að margir íbúar Korsíku hafi greitt atkvæði gegn stjórnarskrá Napó -
leons og síðan að þar hafi ekki verið „neinum vélabrögðum Lúsíens (bróður
Napóleons, innskot mitt GJG) að kenna“. Hvernig Lúsíen átti að hafa hag af
því að mörg nei-atkvæði kæmu frá Korsíku er óskiljanlegt því hann hafði
sjálfur bætt við hálfri milljón atkvæða hermanna, sem ekki höfðu greitt at -
kvæði, til að flikka upp á tölur um kjörsókn. Það verður einnig að teljast tals-
vert afrek af höfundi að gera Þemistókles að konungi í lýðveldinu Aþenu (bls.
560), auk þess sem Þemistókles er ekki að finna í nafnaskránni.
Þótt hér hafi verið fundið að ýmsu, er ævisaga Napóleons eftir Herman
Lindqvist í heild prýðileg bók og ætti að vera til í bókskápum allra þeirra
sem áhuga hafa á sögu og sagnfræði. Hér í upphafi var kvartað yfir því að
lítið komi út af bókum um erlenda sögu hér á landi, en þær góðu viðtökur
sem þessi bók fékk (hún var um tíma nánast uppseld hjá útgefanda) vekja
vonir um að fleiri útgefendur taki sér tak og láti þýða slíkar bækur, og þá
ekki bara frá Englandi eða Bandaríkjunum. Það væri til dæmis fróðlegt að
fá sjónarhorn Þjóðverja eða Ítala á ýmsa atburði úr fyrri eða seinni heims-
styrjöld. Svo mætti líka benda íslenskum sagnfræðingum á að ekkert mælir
gegn því að þeir skrifi gagnleg alþýðleg yfirlitsrit af þessu tagi handa
íslenskum lesendum, rétt eins og Lindqvist hefur gert handa Svíum, og
leggi mat á atburði og persónur út frá íslensku sjónarhorni, líkt og Magnús
Þór Haf steinsson gerir í bók sinni Dauðinn í Dumbshafi.
Guðmundur J. Guðmundsson
ritdómar 231
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 231