Saga


Saga - 2012, Side 233

Saga - 2012, Side 233
þýðir ekki endilega að Ingibjörg hafi verið litlaus, heldur er ekki hægt að segja hvað sem er um eiginkonu dýrlings. Að hluta til stafar heimildaskort- urinn af því að Ingibjörg var fjarri því jafn pennaglöð og maður hennar, sem var sískrifandi og stóð í reglulegum bréfaskriftum við stóran hóp fólks um allt land. Eftir að Ingibjörg fluttist til Kaupmannahafnar fóru samskipti hennar við heimalandið oftast fram í gegnum eiginmanninn og pennavini hans. Í bréfum til Jóns er hann iðulega beðinn að bera konu sinni kveðjur frá bréfriturum og spúsum þeirra, um leið og Jón biður að heilsa frá Ingibjörgu til kunningja sinna og eiginkvenna þeirra í sínum skrifum (bls. 54). Þótt Margrét bendi réttilega á að heimildir um Ingibjörgu leynist víða (bls. 264), þá litar þessi skortur texta ævisög unnar. Iðulega þarf Margrét að geta í eyður og því eru orð eins og „hugsanlega“, „ætli“, „líklega“, „kannski“, „örugg lega“ og „ef laust“ notuð á nær hverri síðu bókarinnar (sjá t.d. bls. 77, 83, 109, 144, 165, 202, 209 og 226). En heimildaskorturinn um líf Ingibjargar á sér fleiri orsakir en þá að konur þögðu í samkunduhúsum á meðan karlar létu í sér heyra. Ingibjörg var sannarlega fær um að skrifa sín eigin bréf, eins og sjá má af nokkrum til- skrifum frá henni sem hafa varðveist. Margrét sýnir líka fram á að þau hjónaleysin Jón og Ingibjörg skrifuðust á árin tólf sem þau sátu í festum hvort í sínu landinu, þótt við vitum ekki hversu tíð þau skrif voru. Af ein- hverjum orsökum hefur ekkert bréfanna þeirra á millum varðveist. Enginn veit með vissu hvað af þeim hefur orðið, þ.e. hvort annað þeirra hjóna eyddi þeim, hvort þau hjónin gerðu það saman eða hvort þeir sem tóku við gögn- um Jóns og Ingibjargar að þeim látnum grisjuðu bréfasafnið. Hvað sem því líður hefur einhver tekið þá ákvörðun að eftirkomendum kæmu þessu per- sónulegu skrif ekkert við, um leið og öllum þeim gögnum sem vörpuðu ljósi á hina opinberu persónu Jóns Sigurðssonar var haldið vandlega til haga. Með þessu var sköpuð eða hönnuð ákveðin ímynd af þjóðhetjunni, og það hefur reynst vandkvæðum bundið að hnika henni til síðan. En hverju bætir ævisaga Ingibjargar Einarsdóttur við það sem áður var vitað? Í fyrsta lagi er auðvitað fengur að því í sjálfu sér að fá sögu Ingibjargar á prent. Hrifning Íslendinga af Jóni Sigurðssyni var — a.m.k. fram eftir 20. öldinni — nær takmarkalaus og áhugi á lífi hans mikill. Skrifaðar hafa verið bæði þykkar og þunnar ævisögur um Jón, auk fjölda annarra bóka um ein- staka þætti í lífi hans, kennslubækur um Jón Sigurðsson eru lesnar í skólum, heimilda myndir um hann sýndar í sjónvarpi, sýningar settar upp í söfnum og málþing haldin um hann og skoðanir hans. Með þetta í huga er skiljan- legt að íslenskir lesendur hafi áhuga á Ingibjörgu Einarsdóttur og lífshlaupi hennar. Í öðru lagi skýrir ævisagan ýmsa drætti í þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af Jóni Sigurðs syni í eldri ritum. Þekktar eru rannsóknir Lúðvíks Kristjánssonar á stússi Jóns fyrir landa sína í Kaupmannahöfn, en forsetinn ritdómar 233 Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 233
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.