Breiðfirðingur - 01.04.1950, Síða 13

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Síða 13
breiðfirðingur 11 öld, af því, er ráða má af leiðum þeim, er vér vitum með vissu að eru frá þeim tíma. Laxdæla segir til, hvar Guðrún Ósvífursdóttir er grafin. Munnmælin og sögusögn kenna • leiðið við hana. Gröfin er frá hennar tíma, og virðist samkvæmt því, er fannst í henni, vera gröf kvenmanns. Þetta ber allt að sama brunni. — Laxdæla, sögusögn seinni alda, grafarhleðslan og þáð, sem fannst í gröf- inni. Hér eru því svo sterkar líkur, sem unnt er að fá, til þess, að hinn mesti kvenskörungur á söguöldinni, Guðrún Ósvífursdóttir, sé grafin í þessu leiði. Ég skal geta þess, að við lögðum allt, sem var í gröf- inni, í sömu stellingar og stillingar og það var, nema nokkra muni sem verða sendir Forngripasafni Islands. Lundúnum 20. okt. 1897. Jón Stefánsson“ Þetta segir s'kýrslan. — Öll rök hníga að því, að þetta sé leiði hinnar merku fornkonu, en engin rök eru sögunni andstæð. Söguleg örnefni hafa yfirleitt geymzt vel út um byggðir lands- ins. Hvert hérað og margar sveitir eiga merka sögustaði, sem inn- lendum og útlendum þykir gaman að heimsækja. Mörgum er það regluleg nautn að heimsækja slíka staði og láta hugann reika um liðna viðburði sögunnar. Aldrei hefur mér þó fundizt fortjaldi liðinna tíma lyft eins skýlaust frá, og þegar ég leit yfir bæjarstæðið að Bólstað sumarið 1931, og undirstöður bæjarhúsanna blöstu við sýn. Þar var sjón sögu ríkari. ---- Auk hinna sögulegu merku örnefna eru um allt landið hljóm- fögur og skáldleg örnefni, sem jafnframt fela í sér málandi lýs- ingu. Vil ég aðeins nefna þessi örnefni á Snæfellsnesi máli mínu til stuðnings, en þar eru meðal annars örnefnin: Ljósufjöll, Hregg- nasi og Svörtuloft.. — Slík örnefni eru ógleymanleg og sýna gáfur og skáldlegt innsæi þeirra, er landið námu og byggðu. Örnefnin mega ekki gleymast. Landið verður svipminna og málið snauðara, ef örnefnin glatast. Þetta þarf æskulýður lands- ins að skilja og meta og læra örnefnin af eldra fólkinu og geyma þau næstu kynslóð. — Stefán Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.