Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 15
Sr. Árelíus Níelsson:
Sigur moldarinnar
Tveir drengir, annar sextán, hinn fimmtán ára sátu á syðri
brún Djúpadals og horfðu yfir landið. Áin niðaði, lækirnir hjöl-
uðu, fuglarnir sungu. Það var vor. Neðan úr hjöllunum lagði
ilm af birki og Ijósbera. Jafnvel grár mosinn á steinunum um-
hverfis þá hafði búið sig silfurlitum daggarslæðum. Allt í einu
hljóp smalahundur drengjanna gjammandi niður í hlíðina.
Eftir þjóðveginum niður af heiðinni kom hópur af hestum og
fjórir menn.
Sá, sem var á undan, hafði húfu lagða gylltum borða. Glæsi-
menni var hann. Þrekinn um herðar, stórskorinn og tígulegur í
andliti. Silfurbúinni svipu hélt hann í höndum. Teinréttur sat
hann á hrafnsvörtum, gljáandi hesti, sem hringaði makkann, svo
að hringlaði í mélum og stengum. Fygdarmennirnir voru hinir
mannvænlegustu, en eftir þeim tók enginn, sem hafði séð foringj-
ann.
„Nonni, sjáðu, þarna kemur sýslumaðurinn, sagði yngri dreng-
urinn með aðdáun, „en hvað það er leiðinlegt að við skulum vera
að smala, svo að við sjáum þá ekki, þegar þeir á fyrir ofan túnið,“
bætti hann við í daprari tón.
„Eg held, við sjáum þá hérna,“ sagði Jón litli með hægð, „mig
langar ekkert til þess að sjá þá heima.“
„Þú ert nú alltaf svo feiminn og leiðinlegur,“ sagði yngri bróð-
irinn ertnislega. „Gaman væri nú að vera sýslumaður, þurfa ekki
að ganga í leiðinlegar smalamennskur og þurfa eiginlega ekkert að
gera, nema ferðast um, þegar bezt er og blíðast á vorin. Ferðast