Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
IV. HVAÐ HEFUR ÁUNNIZT?
Það er fyrst 1936, sem löggjöf er sett varðandi nýbýlastofn-
un og byggðaraukningu í sveitum, því að fullyrða má að eldri
lagaákvæði um þessi efni hafi engin spor markað í þessum mál-
um varanlega, þó að á grundvelli þéirra hafi myndazt einstök
býli. I Búnaðarritinu 1943 er gerð ítarleg grein fyrir hvað áunn-
izt hafi á árunum 1936—1942. A því tímabili er stutt að stofn-
un 300 býla með opinberum framlögum. Eftir því við hvaða
skilyrði býlin eru mynduð skiptast þau þannig í flokka.
1. Nýbýli byggð að öllu leyti á óræktuðu landi . . 82
2. Við jarðaskiptingu ......................... 106
3. Byggð upp eyðibýli.......................... 66
4. Styrkt býli stofnuð fyrir 1936 ............. 31
5. Býli sem teljast endurbygging .............. 15
Samtals 300
Forstöðu þessara mála hafði nýbýlastjórn og framkvæmda-
stjóri hennar var Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri,
og mótaði liann á giftusamlegan liátt stefnu þessa máls frá byrj-
un. Hér er ekki rúm til að rekja sögu málsins í einstökum at-
riðtim, en um það vísast til hinnar ítarlegu greinargerðar í Bún-
aðarritinu. Aðeins skal því við bætt, að á tímabilinu 1942—
1946 að báðum þessum árum meðtöldum njóta stuðnings lag-
anna á sama grundvelli og áður 186 býli. Lögin frá 1936 hafa því
alls veitt stuðning til uppbyggingar 486 heimila, því þó stuðn-
ingurinn sé að nokkru leyti veittur til að endurreisa býli, sem
búið er að yfirgefa, þá hefur það sama gildi fyrir einstaklingana
og þjóðfélagið eins og um byggingu nýrra býla væri að ræða,
enda varð á þessum flestum býlum að reisa allt frá grunni.
Lán voru veitt úr nýbýlasjóði til þessara framkvæmda á tíu
ára tímabilinu 1936—1946 1.223 þús. kr. og styrkur um 2 millj.
króna. Lánin voru 4,5% lán til 42 ára. Fram til ársins 1939 lætur
nærri að stofnkostnaður á býli hafi verið 11500 krónur. Láns- og