Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 50
48
BKEIÐFIRÐINGUR
hektara. Ræktunarundirbúningur er kominn nokkuð áleiðis,
einkum að því er tekur til framræslu þessara landa og vegagerð
fyrir fyrirhuguð býli. Búið er að ræsa fram um 1200 ha.; vega-
gerð um 6 km. Vatnsæðar fyrir neyzluvatn hafa verið lagðar í
tveimur hverfum, en er ekki að fullu lokið.
Það verður engu spáð um, hvernig þessum framkvæmdum
reiðir af og hver stuðningur byggðaraukningu verður að þess-
um ráðstöfunum, en hér er þó gerð tilraun til að á einni hendi
sé land til umráða, sem þeir geta fengið til ábúðar, sem ekki geta
útvegað sér landaðstöðu sjálfir. Byggðahverfin miða framkvæmd-
ir við það áð ræktunarbúskapur verði rekinn í þéttbýli. Nýbýla-
stjórn vinnur því að því nú jöfnum höndum að auka þéttbýli og
jafnframt að viðhalda og auka hina dreifðu byggð. Landið byggð-
ist í öndverðu í dreifbýli. Við megum ekki kippa fótum undan
því, sem var og er og vel hefur reynzt, nema annað betra komi
í staðinn. Ég viðurkenni nauðsyn þess að þétta byggðina, en nú
þegar rekur maður sig á fyrsta vandamálið við stofnun byggð-
arhverfa. íslendingseðlið er þannig, að hann kýs sér hið frjálsa
val um það hvar hann festir byggð. Það er erfitt að velja fólki
stað og segja því: hér skaltu búa. — Það er vottur manngildis,
að velja sjálfur og hafna. Verði hægt að skapa skilyrði í byggð-
arhverfum betri til búrekstrar en í dreifbýli, mun fólkið þó leita
til þeirra staða, af sjálfsdáðum þegar tímar líða fram.
— o —
Það er ekki ástæða til að óttast að fólk fáist ekki til þátttöku
í rekstri landbúnaðar, ef önnur skilyrði eru fyrir liendi. Bú-
rekstrarskilyrði eru til í sveitum, að býlatalan gæti orðið marg-
föld við það, sem nú er.
Orðugleikarnir er verða á vegi eru fjárhagslegs eðlis. Það þarf
mikið fjármagn til að byggja upp rekstrarhæft býli, koma upp
bústofni og afla þeirra véla og áhalda, sem búið þarf. Til þessa
þarf meira fjármagn en hægt er að vænta að ungir menn yfir-
leitt hafi umráð yfir, þá er þeir byrja að stofná heimili. Menn