Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 60
Sr. Þorsteinn
Briem
prófastur
Akranesi
Hinn 16. ág. 1949, andaðist hér í Réykjavík fyrrv. þingmaður Dala-
manna, séra Þorsteinn Briem prófastur. Hann kom allmikið við
sögu Dalasýslu á þingmennskuárum sínum og reyndar lengur,
svo að tímariti Breiðfirðinga ber skylda til að taka sinn þátt í varð-
veizlu minningarinnar um hann. Hér verður því í stuttri tímarits-
grein drepið á helztu æviatriði hans og störf, en því miður ekki
svo vel sem vert væri.
Séra Þorsteinn fæddist 3. júlí 1885 á Frostastöðum í Blönduhlíð
í Skagafirði. Faðir hans var hinn landskunni bændahöfðingi Olaf-
ur Briem á Alfgeirsvöllum, umboðsmaður og alþingismaður, Egg-
ertsson Briems, sýslumanns á Reynistað, Gunnlaugssonar Briems.
Móðir séra Þorsteins var Halldóra Pétursdóttir, bónda á Alfgeirs-
völlum Pálmasonar.
Tvítugur varð sr. Þorsteinn stúdent frá Latínuskólanum og
kandidat frá prestaskólanum 1908 og hlaut háa I. einkunn frá báð-
um skólunum. Síðan stundaði hann framhaldsnám í 5 mánuði í
Kaupmamiahöfn og hélt að því loknu í námsför í aðra 5 mánuði
um Noreg og Svíþjóð. Hinn 11. júlí 1909 var hann vígður aðstoðar-
prestur séra Jens prófasts Pálssonar í Görðum á Alftanesi, en
Grundarþing í Eyjafirði voru honum veitt 9. júní 1911, Garðar á
Álftanesi 8. apríl 1913, en fékk leyfi til að vera kyrr í Grundar-
þingum. Mosfell í Grímsnesi var honum veitt 30. nóv. 1918 og
Garðar á Akranesi 25. júlí 1921 og var hann þar prestur síðan, unz