Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 66
Ingibjörg Þorgeirsclóttir:
Frá Ingimundi Jónssyni
Magnús Jóhannsson, er bóndi var í Svefneyjum á Breiðafirði
frá 1894—1924, segir svo frá:
A fyrstu búskaparárum mínum í Svefneyjum bjó einnig Pétur
Hafliðason á nokkrum hluta eyjarinnar. Hjá honum var vinnu-
maður, sem Ingimundur hét, Jónsson, er seinna varð vinnumað-
ur hjá mér. Var hann skyggn og dulspakur og fór margt eftir,
er hann sagði.
Þegar Ingimundur var vinnumaður hjá Pétri, bjó hann með
konu, er Guðrún hét. Voru þau raunar bæði vinnuhjú, én héldu
til í sérstökum bæ á eynni, sem Innribær var nefndur. Nú kem-
ur það fyrir, að Guðrún veikist og deyr.
Okkur Ingimundi var vel til vina og spjölluðum við oft margt,
en annars var Ingimundur dulur í skapi og lét ekki uppi hug
sinn við alla. Nú er það eitt sinn, er Guðrún hans var nýdáin,
að ég var við heyskap úti á ey. Þegar ég svo kom heim um
kvöldið, lágu fyrir mér boð frá Ingimundi, að hann vildi finna
mig. Eg þvæ mér og matast og geng síðan út í bæ til Ingimund-
ar. Var þá orðið dimmt af kveldi, því að þetta var síðla sumars.
Eg hitti Ingimund einan í herbergiskytru sinni. Sat hann þar í
allsleysi sínu og einmanleik við lítið olíutýruljós í flöktandi
skuggum hausthúmsins, en Guðrún hans lá liðin á köldum fjöl-
um frammi á baðstofuloftinu.
Nú tökum við Ingimundur tal saman, og finnst mér hann nú
óvenju opinn og ör í tali. Var hvorttveggja, að hann mun hafa
verið hýr af víni og að hinar óvenjulegu aðstæður munu að
einhverju leyti hafa gert hugann viðkvæmnari, örari og opnari
en annars. Barst nú talið bráðlega að ýmsu, er fyrir Ingimund