Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 67

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 67
breiðfirðingur 65 hafði borið. Meðal annars fór hann þá að segja mér, er hann sá (í sýn), þegar Snæbirni Kristjánssyni hlekktist á og missti af sér 4 eða 5 menn og komst einn af. Skeði þetta úti undir Jökli, en þar hugðist Snæbjörn að vera formaður, en sjálfur var Ingimund- ur heima hjá sér í Flatey, er hann sá sýnina. Um þessa sýn hefur áður verið skrifað, og fjölyrði ég því ekki frekar um hana hér. Svo heldur Ingimundur áfram tali sínu og segir þá meðal ann- ars: „Það á eftir að farast bátur í Svefneyjaskerjum.“ Eg spyr hann, hvort það yrðu Svefneyingar. Hann kvað nei við og sagði það ekki verða bát úr Eyjahreppi. Þá kvaðst hann vera hræddur um, að þeir Inneyingar — og nefndi þá helzt til Skáleyinga — ættu eftir að fá vont á sjó og sömuleiðis, að eitthvað erfitt lægi fyrir þeim Látramönnum. Ræddum við svo áfram um þetta, og segir þá Ingimundur meðal annars eitthvað á þessa leið: „Og ég skal segja þér meira. Það eiga eftir að fara fram miklir fólksflutningar héðan úr eyj- unum. Mest verður það ungt fólk og þó eldra með. Þú munt sanna þetta, ef þú lifir nokkur ár.“ Ekki þótti mér þá líklegt, að slíkt færi eftir, því að um þessar mundir stóð búskapur með einna mestum blóma í Breiðafjarð- areyjum. Allar eyjarnar voru þá fullsetnar, enda fjölmenni með mesta móti í hreppnum. Kom mér því helzt í hug, að nú væri eitthvað farið að „slá útí“ fyrir Ingimundi, og lagði lítt upp úr þessu hjali, þá í bráðina. En langsýni Ingimundar brást ekki, og fór svo, að ég lifði að sjá þessa sem aðrar spár hans fram koma, og skal það nú að nokkru rakið. Fyrst er þá að geta, að eigi alllöngu eftir þetta, fórst póstbáturinn úr Stykkishólmi á leið úr Flatey til Stykkishólms. Mun hann hafa farið gegnum Svefn- eyjalönd, því að seinast sást til bátsins úr Flatey suður fyrir Skarfasker í Svefneyjalöndum. Var hann þá á réttri leið. Leiddu kunnugir menn getur að því, að hann muni hafa farizt inn af svokallaðri Mundaflögu, — sellagna-skeri frá Svefneyjum, — þar sem hann átti að koma við í báðum leiðum í Bjarneyjum. En í þetta sinn komst hann aldrei til Bjarneyja. Þarn fórst póst- urinn, Jóhann Jónasson, ásamt Jirem öðrum karlmönnum og 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.