Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
ig er stórum færra fólk en var í sjálfri Flatey og flestum öðrum
eyjum, sem enn eru þó í byggð. Meðal annars eru Akureyjar —
hið gamla höfðingjasetur og höfuðból, — en þær liggja innstar á
firðinum, svo að segja í algjöru eyði eða engu betur.
Ingimundur dvaldi í Flatey sín síðustu ár og dó þar. Hitti ég
hann nokkrum sinnum eftir að ég fluttist burt. Kom ég ávallt til
hans, er ég kom í Eyjarnar, drakk hjá honum kaffi og rabbaði við
hanh eftir því sem ég hafði tíma til. Þótti mér alltaf gott að hitta
Ingimund og ræða við hann og fann einatt hjá honum hlýtt o"
einlægt vinarþel. Seinustu þrjú skiptin, er ég hitti hann, eru mér
sérstaldega minnisstæð. Þegar ég kvaddi hann á flötinni framan
við húsdyrnar hans, sagði ég við hann: „Ileldurðu að við eigum
nú eftir að sjást, Mundi minn?“
Þá gengur Ingimundur þrisvar í kringum mig, leggur á vang-
ann, (það var kækur hans) hallar sér út á hlið, og er eins og hann
gefi mér hornauga. Síðan svarar hann spurningunni játandi.
Nú líða ár á milli, og í annað sinn kem ég til Ingimundar og
spyr hann aftur að því sama. Hann ber sig þá enn að sem í fyrra
skiptið og segir svo: „Já, það held ég.“ Enn líða ár, og ég kem
til Flateyjar á ný, hitti Ingimund og drekk hjá honum kaffi. Og
enn í þriðja sinn spyr ég hann að því sama, er ég kveð hann. Ber
hann sig þá enn að sem í hin fyrri skiptin, nema að nú er hann
miklu lengst að „sjá mig út.“ Að lokum stynur hann við og segir:
„Nei, nú eigum við ekki eftir að sjást.“ „Er það ég?“ spyr ég.
„Nei, það er ég“, segir Ingimundur. „Þú skalt sanna það, vinur,
að þú lifir mig.“ Þetta varð orð og að sönnu. Ingimundur dó
eitthvað einu til tveim árum seinna, og sá ég hann aldrei eftir
þetta.
Marga hluti fleiri af þessu tagi eða líku gat Ingimundur stund-
um um við mig, sem ég þó af ýmsum ástæðum get ekki frekar um
hér.