Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 71
BREIÐFIRÐINGUK
69
um hálsinn. Fóru þessir stakkar vel, en ómögulegt var að snúa
þeim fram eða aftur vegna sniðsins, þótt menn hefðu viljað
það.
í brækur voi*u liöfð úrvalssauðskinn, og væru þau stór, nægði
sitt skinnið í hvora skálm. I stykkið að aftan, sem kallað var set-
skauti, var haft kálfskinn. Væru ekki hafðir sólar, voru þær
kallaðar kjalbrækur, og voru skinnin saumuð saman neðan und-
ir ilinni. Væru skinnin ekki nógu stór var haft eitt skinn ofan
á brókinni að framan. Var það kallað ofanáskinn.
Brók með skóm. í hana fóru tvö sauðskinn, sitt í hvora skálm,
og vissu hálsarnir niður. í bakliluta var kálfskinn, setskinnið.
Var háls skinnsins mjókkaður, og gekk fram um klofið. Við
hann var saumuð breið reim, tungan, sem gekk upp að framan
á mijli skálmanna að brókaropi. Framskæklar setskautskinns-
ins gengu niður í skálmarnar til hnésbóta, og heitir það klukku-
spor, þar sem klof- og lærsaumar mætast aftan á brókinni.
Sitt hvorum megin milli tungunnar og skálmanna eru sylgjur úr
leðri og aðrar tvær ofan á milli skálma og setskauta, sín á
hvorri hlið. í þessar lykkjur var dreginn bróklindinn, sem hélt
brókinni uppi og að manninum. I efra brúnarhorni setskautans,
vinstra mégin, var fest skinnlykkja, nokkuð löng, rúmt kvartil,
en á sama stað, hægra megin, tvær ólar, töluvert lengri. Heit-
ir þetta líftygill, sem heldur opi brókarinnar saman að ofan. I
botn hvorrar skálmar voru saumaðir leðurskór, og voru þessir
skór úr hemingum. Að utan eru stangaðir tásaumar og hæl-
saumar, en ekki með venjulegum saum. Utan og innan fótar
voru lykkjur fyrir skóþvengina, sem bezt var, að væru úr hross-
hári. Á báðum tátotum voru lykkjur til þess að draga í band,
svo að hengja mætti brókina upp á tánum, svo að óhreinindi
kæmust ekki í hana, þegar hún hékk uppi.
Brók með leppsólum var þannig, að í skálmbotnana voru saum-
uð stykki úr þykku leðri, sólarnir. Að öðru leyti var hún eins
og brók sú, er nú var lýst.
Brók með kjöl hafði hvorki sóla né skó. Þá voru skálmabotn-
arnir saumaðir saman undir iljunum. Með báðum voru tátiljur