Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 77
bréiðfirðingub
75
sinni hafði átt heima á þöngla út í Bót. Gamall maður gleymir
ekki góðum kappa, livað þá ungur. Klöppin heilsar upp á vin
sinn og þakkar honum fyrir gamla daga. Henni finnst hún ekki
lengur vera klöppin hans, henni leiðist það, að skeljastríðið skuli
vera hætt. En vinur hennar trúir henni fyrir því, að enginn gleymi
klöpp, þar sem allir beztu kapparnir sungu sitt síðasta.
Innan götuna kemur gamall maður og gengur við staf. Hann
þarf líka að heilsa, bjóða hann velkominn heim. Þeir áttu eitthvað
hvor í öðrum, en hvað það var vissu þeir ekki sjálfir, höfðu að
minnsta kosti aldrei gert sér grein fyrir því.
Veiztu, hvað þú átt í vorinu og vorið í þér? Þú þrýstir hönd
þess og býður það velkomið.
Sumarið líður hjá, og vetur heldur í garð. Ungur sveinn „vinn-
ur í vorið vetrarkvöldin löng“.
Einn daginn slitnar þráðurinn. Fossinn er klakaþil, klöppin
undir snjó, „Vararkollur" hnípinn og hrímaður. Inni á rúmi situr
gamall maður, strýkur hendur sínar, horfir þögull til veggs og
rær fram á gráðið.
Þeir, sem „vinna í vorið vetrarkvöldin löng“.
„Senda þér um sumarmálin sóley í varpa.“ —
„Senda þér um sumarmálin sóley í varpa.“ —
Liiðvík Kristjánsson.