Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 89
S igurður Hólmsteinn 'Jónsson:
Avarp
Flutt að sælingsdalslaug
27. júlí 1947.
Kæru Breiðfirðingar og aðrir tilheyrendur.
Fyrir þrem árum og einum mánuði betur, veittist mér sú
ánægja að mæta í fyrsta sinni á Ungmennasambandsmóti Norð-
ur-Breiðfirðinga að Berufirði, og í dag hef ég þá ánægju að vera
staddur hér meðal yklcar á Ungmennasámbandsmóti Dalamanna.
Er mér það mikið gleðiefni. Ég man þá tíma er ég var smá
strákur í Flatey, að við Flateyingar höfðum með okkur glímu-
félag. Árið 1908 eða 1909, ég man ekki hvort árið heldur, var
svo stofnað Ungmennafélag Flateyjar, en um leið var glímufé-
lagið lagt niður. Eftir aðstæðum hóf ungmennafélagið starf sitt
þá þegar af nokkrum myndarskap. Haldið var áfram að glíma,
ekki síður en áður,- en við bættust leikfimis- og barræfingar.
Leiksýningar og útgáfa ritaðs blaðs ásamt reglubundnum fund-
arhöldum. Allt þetta veitti þeim, er áhuga höfðu fyrir félagsstarf-
inu, þó nokkurn þroska. En nú í dag finnst mér, að ég hafi ekki fært
mér þennan samtakamátt og þroskaskilyrði í nyt eins og atvik
stóðu til. Það er ávallt of mikið af ungu fólki, sem ekki hugsar
til framtíðarinnar á þann hátt, að færa sér í nyt það sem nútíðin
hefur' að bjóða. Það væri gott að geta breytt þessu, en þar mun