Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 93
HREIÐFIRÐINGUR
91
fjörð, minningarnar og hillingar þeirra verði ávallt óafmáanlega
okkar eign. Hann segir:
Þetta er allt í þinni eigu,
þitt í a?ttarsvipmót greipt.
Engum falt né fæst til leigu,
fyrir enga borgun keypt.
Geymdu þess og vertu vörður
vígis þíns og sóknarher.
Byggðin kæra! Breiðifjörður!
Breiðifjörður! Heill sé þér.
Skáldið okkar Breiðfirðinga, Jón frá Ljárskógum, sendi Breið-
firðingafélaginu oft Ijóð. Að heiman sendi hann eitt, sem sung-
ið var á móti þess árið 1941. Þar segir í síðasta erindinu.
Og hingað ber nú blærinn
hinn bjarta söngvahreim
við sendum kveðjur suður
— þið syngið kveðjur heim.
Við sjáumst hér í sumar,
, er sólin vermir jörð.
— Þá glymja gleðisöngvar
um gamla Breiðafjörð.
Þessar ljóðlínur urðu að veruleika í Júnímánuði 1945, er Breið-
firðingakórinn fór söngför sína um Fjörðinn. Sú söngför hefur
skilið eftir óafmáanlegar minningar okkar sem vorum í henni
þátttakendur. Það var ekki eitt sérstaklega, heldur allt, sem hélst
í hendur með að gera förina skemmtilega. Móttökurnar heima
voru eins og hver og einn hefði fengið heim til sín í heimsókn
sinn nánasta vin. Það báru okkur allir á höndum sér. Fyrsta hlý-
leikans urðum við aðnjótandi hér í héraðinu, í Búðardal. Þessar
móttökur þakka ég hjartanlega. Þær voru okkur mikils virði.
Veðrið var svo dásamlegt, að fjörðurinn leit út sem spegill þann