Breiðfirðingur - 01.04.1950, Qupperneq 100
Um strendui^ dali, útnes og egjar
LEIÐIN FRAMAN UNDIR.
Allar þjóðleiðir til Breiðafjarðarbyggða liggja um heiðar og
daladrög, nema leiðin „framan undir“, en svo er oft nefnd hin
forna þjóðleið frá Arnarstapa á Hellissand, en þar má telja að
komið sé að byggðum Breiðafjarðar. A allri þessari leið, sem er
um 36 km., er ekkert vatnsfall, ekki einn einasti smá lækur ofan-
jarðar. Allt vatn frá Jöklinum hverfur í hraunið, en kemur í
Ijós hér og þar í sjávarmáli. — Fyrr á öldum fóru þarna um
langar skreiðarlestir og þá- voru margir bæir í byggð á þessari
leið, svo sem: Miðvellir, Laugarbrekka, Dagverðará, Malarrif,
Einarslón, Bervík, (nokkrir bæir), Litla-Lón, Saxhóll, Gufuskál-
ar og Öndverðarnes. — Og enn má telja forn eyðibýli svo sem
Flólahóla. Öll þessi byggð er nú fallin í auðn, nema Dagverðará
og Malarrif.
Þarna eru þó landkostir góðir fyrir sauðfé, og í Dritvík var á
fyrri árum mikil útgerð, enda fiskur venjulega örskammt und-
an landi.
Á næstu áratugum mun, ef til vill, hefjast þarna landnám að
nýju. Fyrir nokkrum árum var byrjað á akfærum vegi framan
undir. Er þeirri vegargerð nú svo langt komið, að leiðin hefir
verið farin á jeppum og stórum bifreiðum með framdrifi. — Enn
eru þó um sjö km. af úfnu hrauni algjörlega óvegaðir.,Væntan-
lega tekst að fullgera veginn á næstu árum. Verður þá hægt að
komast á bifreiðum til Breiðafjarðarbyggða, án þess að fara
nokkurn tíma yfir fjöll. — Leiðin undir Ólafsvíkurenni er ennþá
ófær venjulegum bifreiðum, og þó er einn meiri farartálmi, ef
aka ætti norður með Breiðafirði að sunnan og austan í kringum