Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 101
BREIÐFIRÐIN GUR
99
Snæfellsjökull séður frá Mávahlíð.
Hvammsfjörð, en það er Búlandshöfði. — Væri sá þröskuldur úr
vegi, þá er leiðin nú fær, og fer stöðugt batnandi, um fagrar
sveitir, ríkar af sögulegum minningum, alla leið að Kinnar-
stöðum í Reykhólasveit. — Yrði þessi leið lokkandi ferðamanna-
leið. — Ekki er ég svo vel að mér í verkfræði, að ég geti sagt, hvort
tækilegt væri að ryðja þessum þröskuldi úr vegi, — gera bílfæran
veg í Búlandshöfða, — en farið hef ég bæði Búlandshöfða og
Njarðvíkurskriður eystra, og geri lítinn mun á því. Nú hafa Njarð-
víkurskriður verið gerðar færar bifreiðum.
HÖFNIN í RIFI.
Róstugt var í Rifi, er ríki Björn dó. — í Rifi á Snæfellsnesi
var góð höfn smáskipum, langt fram eftir öldum. Framburður úr
ám og hafstraumar, hafa í sameiningu eyðilagt þetta forna skipa-
lægi. — Nú hefur verið gerð áætlun um landshöfn í Rifi. Dýpk-
unarskipið Grettir hefur unnið þarna að því að moka upp hinn