Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
dáð nokkurra hraustra manna, er svo rík aí hamingju og heillum,
að hún yljar manni líkt og hrífandi ævintýr. — Hinir stærstu
sigrar íslenzku þjóðarinnar eru ekki allir unnir við löggjafar-
starf í sölum Alþingis eða í stjórnarskrifstofum. — Oft eru þeir
unnir við lík skilyrði og við Látrabjarg, í baráttu við öldur hafs-
ins, jökulár og ókleif björg. — Víða um heim hafa menn veitt
þessu afreki meiri athygli, en fréttum af mestu framfaramálum
íslands. — Hróður íslenzku þjóðarinnar hefur vaxið og þjóðin er
:styrkari í lífsbaráttunni, vegna hreysti og hamingju þeirra, er
afrekið unnu. Enn hefur það líka sýnt sig, að íslenzk tunga á
óðal sitt í hinum dreifðu byggðum landsins. Foringi björgunar-
sveitarinnar ritar skýrslu eða frásögn af þessum einstæða at-
burði á látlausu og stílhreinu máli, sem hver meistari í íslenzk-
um fræðum, hefði verið fullsæmdur af. Enn sem fyrr hefur það
sannazt að „lind móðurmálsins“ er tærust hjá gáfuðum alþýðu-
mönnum í strjálbýlum byggðum landsins. Ef móðurmálið glatar
formfegurð og fjölbreytni í þéttbýlinu við fábrotin og einhæf
störf, þá mun það enn, eins og á endurreisnartímabilinu í byrjun
19. aldar, sækja endursköpunarþrótt í þessar uppsprettur og sí-
streymandi lindir móðurmálsins.
Um framkvæmdir á Reykhólum og fleiri merka staði viJð
Breiðafjörð, verður rætt í þessum þætti í næsta hefti. —
8f. J.
— o —
SVEITAGRÓÐUR
Já, hvad sem er annars um sveitirnar sagt,
má sannleik í birtuna leiða,
að þeir hafa mikið til menningar Jagt,
sem mosann úr skegginu greiða.
HreiSar E. Geirdal.