Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 108
106 BREIÐFIRÐINGUR
á hornréttum fleti
milli hringsins og keilunnar
vex liið hvíta blóm dauðans
Annari flokk fylla hreinræktaðir stíliðkendur. Stefna sú er
raunar erlend að uppruna og má rekja alla leið til hins létta stíls
Hemingways f rá því fyrir árið 1930, en hefur fyrst látið á
sér bera síðustu árin. Léttleikinn og lipurðin situr þar í fyrir-
rúmi. Viðfangsefnin eru lýsing tilbrigða alls konar, þó fremur
sótt í náttúruna, þar sem í fyrsta flokki liefur verið reynt að lýsa
litbrigðum sjálfrar mannssálarinnar. Þá hafa endurtekningar
mjög verið iðkaðar í þessari stílgrein.
Hér er sýnt dæmi valið af handahófi:
Við muru hreyfir mfúkur næturblær,
á meðan kalda regnskúr yfir ber
haustföla jörð, sem hófuni'troðin er
liugar míns bleika fáks, — en klukkan slær.
Á týndri þústu grasið föla grær,
grasið mitt fölt, sem bíður eftir þér.
Þessi þróun skáldskapar hefur leitt af sér meiri efnisrýrð en
dæmi eru til áður.
í þriðja lagi mætti benda á hálfrímuðu eða órímuðu ljóðin,
sem aftur eru að komast úr tízku. Þar var varnargarðurinn, hið
óbundna mál, svo augljós, að ekki varð komizt lengra, og því er
nú aftur snúið við.
Dæmi:
Við ungu hfónin skoðuðum fornminjasafnið,
aldraður maður sýndi okkur ryðbrunnið vopn og mælti:
Lítið á sverðið úr tvö þúsurul ára legstað mikils liöfðingfa.
Synir hans lwfa beygt það í hnút svo andi hins framliðna
tjnni ekki lifendum mein.