Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 11
D r a u g u r G r o u p TMM 2010 · 2 11 „Hann hélt áfram að funda heila helgi með Green þessum, án þess að segja honum að lögreglan væri á eftir honum hérna heima. Svona gera bara götustrákar.“ Aftur var hér komin setning sem lýsti innan höfuð Davíðs Oddssonar: Eins og krakki sem föndrað hefur heimagerða sprengju beið hann heila helgi eftir því að sjá hana vinna sitt tjón og var orðinn vel pirraður áður en yfir lauk. Götustrákur? Ég varð litlu nær um Jón Ásgeir. Og átti allt eins von á því að hann yrði dæmdur fyrir eitt og annað. Í mínum huga snerist Baugsmálið ekki um sekt eða sakleysi Baugsmanna heldur misnotkun valds og einokun valds. Æðsti valdamaður landsins hafði ákveðið sig fyrirfram og síðan skipað löggu sinni að sanna það. Einn og sami maðurinn gat veist að óvinum sínum, ímynduðum og raunverulegum, úr nokkrum hreiðrum samtímis: Stjórnarráðinu, Valhöll, Morgunblaðinu, Ríkislögreglu og RÚV. „Bara samningurinn við Arcadia hefði haft sömu þýðingu fyrir Ísland og IKEA hefur fyrir Svíþjóð,“ sagði Jón Ásgeir á barnum og sýtti glatað tækifæri. Þarna var engu líkara en maðurinn væri að hugsa um þjóðar- hag. Því miður hefur sagan og skýrslan leitt í ljós að einn maður kom langt á undan þjóðarhag: Hann sjálfur. Samanburðurinn við IKEA er þó athyglisverður, svo gjörólíkt Baugsveldinu sem IKEA-veldið er. Kannski er í þeim ólíkindum fólgin lexía fyrir útrásarvíkinga Íslands: Í stað þess að kaupa fleiri og fleiri fyrirtæki, fyrir meiri og meiri lán, og sífellt hrað- ari skyndigróða, er stærri framtíð fólgin í því að byggja upp raunverulegt fyrirtæki frá grunni og fylgja því alla leið. „IKEA was founded in 1943 by 17 year-old Ingvar Kamprad in Sweden,“ segir Wikipedia. 11. „Baugspenni, Baugspenni …“ Seiglan í þessu liði er allt að því ómennsk. Átta árum síðar er hugtakið enn í fullri notkun, og það þótt fyrirtækið sé komið í tölu framliðinna. Sjálfur hef ég lagt mig fram við að búa til ný og ný uppnefni á hinn mikla DO og vasapeð hans, en andinn virðist ekki koma yfir Valhellinga nema á tíu ára fresti, auk þess sem þeir vita að áróður þarf að hugsa í áratugum. Með titli þessarar greinar vonast ég þó eftir uppfærslu. „Draugspenni“ væri hressandi nýbreytni. Á fyrstu mánuðunum eftir hrun fékk ég ýmsa tölvupósta frá hinum og þessum flugumönnum Flokksins þar sem ég var beðinn að gera grein fyrir öllum þeim greiðslum sem ég hafði fengið frá Baugi. Þeim reyndist auðvelt að svara: 0 kr. Ég var aldrei þar „á launaskrá“, vann aldrei nein verkefni fyrir þá, þáði hvorki flugferðir né styrki, seldi þeim ekki einu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.