Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 24
24 TMM 2010 · 2 Guðni Elísson Ísland, anno núll Rannsóknarskýrslan, spuninn, ábyrgðin og staðleysustjórnmál „Enginn gekkst við ábyrgð“ stóð letrað stórum stöfum á forsíðu Fréttablaðsins morguninn eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti skýrslu sína um aðdragandann að falli íslensku bankanna.1 Forsíðu- fyrirsögn Morgunblaðsins sama morgun kallaðist óvænt á við yfirlýs- ingu Fréttablaðsins. „ÁBYRGÐIN BANKANNA“ var þar skrifað með hástöfum.2 Um leið var litið framhjá þætti Davíðs Oddssonar, forsæt- isráðherra, bankastjóra og formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands í atburðarásinni sem að lokum leiddi til efnahagshrunsins, en Davíð var við birtingu skýrslunnar orðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Davíð var ekki sá eini sem neitaði að axla ábyrgð á efnahagshruninu. Það gerði hver og einn þeirra tólf einstaklinga sem gefinn var kostur á að bregðast við gagnrýninni sem fram kemur í skýrslunni, en allir vísuðu því á bug „að hafa gert mistök eða gerst sek[ir] um vanrækslu“. Ábyrgðin lá að þeirra sögn hjá öðrum – hjá öðrum stofnunum, ráðherrum, emb- ættismönnum og eftirlitsaðilum,3 eða einfaldlega hjá bönkunum og eigendum þeirra. Tólfmenningarnir voru þó ekki einir um að lýsa yfir sakleysi sínu, því að enginn þeirra „147 einstaklinga sem kallaðir voru fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis þann tíma sem hún hefur starfaði [svo] viðurkenndi sök né ábyrgð í aðdraganda hrunsins.“4 Forsíðufyrirsagnirnar tvær eru um margt dæmigerðar fyrir vand- ann sem túlkendur rannsóknarskýrslunnar standa frammi fyrir þegar ræða á ábyrgð einstaklinga í aðdraganda bankahrunsins. Hætt er við að margbrotið samhengið og umfang skýrslunnar – en hún er níu bindi og á þriðja þúsund blaðsíður að lengd – byrgi mönnum sýn, sérstaklega í þjóðfélagi þar sem hugtakið „ábyrgð“ hefur fyrst og fremst verið notað til þess að réttlæta svimandi háar launakröfur. Þó er freistandi að fullyrða að einhugur þeirra sem fyrir Rannsókn- arnefndina mættu sé vitnisburður um almenna afstöðu valdastéttarinn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.