Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 26
G u ð n i E l í s s o n 26 TMM 2010 · 2 jafnframt hvatti hún „fólk til þess að sýna stillingu þegar farið [væri] yfir efni skýrslunnar.“9 Í bréfi sem biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sendi prestum og djáknum, hvatti hann til þess að sóknir keyptu „eintak af skýrslunni til að [láta] liggja frammi í safnaðarheimilum næstu daga“. Þar gætu „sóknarbörn nálgast hana og lesið í henni“, boðið yrði upp „á kaffi og auglýstar sérstakar samverustundir þar sem unnt væri að ræða skýrsluna.“ Biskup sagði ýmsa kvíða skýrslunni og að þessir ein- staklingar „gætu viljað koma til kirkju til að tjá sorg sína og gera bæn sína í helgidóminum. Við skulum bjóða upp á slíkt og auglýsa viðveru prests og/eða djákna þar til bænar og sálgæslu.“10 Slík var dramatíkin í kringum útgáfuna að leikarar við Borgarleik- húsið ákváðu að lesa skýrsluna í heild sinni á sviði leikhússins þegar hún kæmi út. Magnús Geir Þórðarson lýsti því yfir að meðan á lestrinum stæði yrði leikhúsið „eins konar griðarstaður [svo] þar sem fólk getur komið, hlustað á lesturinn og hugleitt efnið, innihaldið og orsakirnar“.11 Það var því kannski engin furða að Ómar Ragnarsson skyldi setja útgáfu skýrslunnar í sögulegt samhengi og varpa fram þeirri spurningu hvort hún jafnaðist ef til vill á við ýmsa af stærstu viðburðum í lífi þjóðarinn- ar, tímamót, eins og landnám, kristnitöku, siðaskipti, fyrra og seinna stríð og efnahagshrunið.12 Ýmsir gerðu sér grein fyrir að sá dómur sem kveðinn yrði upp í skýrslunni gæti reynst framámönnum þungur og í aðdragandanum var reynt að draga úr hugsanlegum áhrifum skýrslunnar með því að gera lítið úr henni í fjölmiðlum og fullyrða að með henni væri ekki mikilla tíðinda að vænta.13 Samfylkingarmaðurinn Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, setur fram þá kenningu í miðjum febrúar að sérkennileg „væntingastjórnun“ karlanna í rannsóknarnefnd Alþingis sé að koma í hausinn á þeim aftur. Með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum hafi þeir „skapað heimatilbúinn þrýsting á sjálfa sig […] sumsé að framleiða eins svarta skýrslu og nokkur kostur er.“ Karl telur að ef nefndin framleiði ekki „verstu fréttir“ muni „reiði almennings ekki beinast gegn meintum „sökudólgum“ heldur nefndarmönnum sjálfum, fyrir að hafa beinlínis skrökvað að þjóðinni og brugðizt hlutverki sínu“.14 Hannes Hólmsteinn Gissurarson tekur undir þær vangaveltur Karls að hugsanlega sé hér á ferðinni sorglegur sjónleikur, og bætir við að færa megi fyrir því rök að tveir nefndarmannanna séu vanhæfir, Sigríður Benediktsdóttir, sem lét í ljós skoðanir á bankahruninu í aðdraganda rannsóknarinnar og Tryggvi Gunnarsson, en tengdadóttir hans starfaði í Fjármálaeftir- litinu.15 Daginn fyrir útgáfu skýrslunnar varar Hannes við gífuryrðum og villandi samanburði, hann viti „ekki til þess, að neinn hafi týnt lífi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.