Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 34
G u ð n i E l í s s o n 34 TMM 2010 · 2 er á, svo hægt sé að draga einhvern lærdóm af áföllunum. Þó er seinna skrefið afskaplega mikilvægt á leiðinni til þekkingar. Það sést best á því að þótt sú krafa hafi verið sett fram af ýmsum í samfélaginu að þeir stjórnmálamenn sem tóku beinan þátt í hrunadansinum segi af sér, hafa fæstir viljað ganga lengra. En fari menn ekki fram á róttækari endur- bætur er hætt við að nýja fólkið sem valið er til starfa verði nákvæmlega eins og það sem neytt var til að víkja, sömu gömlu vinnubrögðin verði áfram stunduð og sama hugmyndafræðin stýri allri ákvarðanatöku. Til hvers er þá unnið? Krafan um almennt uppgjör snýst ekki síst um samábyrgð íslensku þjóðarinnar, en sú ábyrgð er líklega meiri en skýrsluhöfundar gefa til kynna. Þrátt fyrir að í skýrslunni sé ítrekað lögð áhersla á lærdóminn sem Íslendingar sem þjóð geti dregið af bankahruninu, eru viðfangsefni hennar fyrst og fremst orsakir og aðdragandi hrunsins: tíðarandinn þegar þjóðin var enn ginnkeypt fyrir lokkandi fyrirheitum útrásarinnar og vissi kannski ekki betur. Nú þegar afleiðingar meðvirkninnar og andvaraleysisins liggja fyrir getur þjóðin þó ekki lengur setið hjá, heldur ber siðferðileg skylda til að bregðast við niðurstöðum skýrslunnar. Jafnvel sakleysi verður ámælisvert sé því of lengi haldið til streitu. Í pistli sem birtist í Fréttablaðinu segir Einar Már Jónsson sagnfræð- ingur ábyrgð efnahagshrunsins liggja hjá þremur hópum: hjá „hug- myndasmiðum frjálshyggjunnar“, einstaklingum sem réðust gegn vel- ferðarkerfinu og ráku áróður fyrir kenningunum um árabil; hjá þeim stjórnmálamönnum sem „beittu sér fyrir því að hrinda kenningum hugmyndasmiðanna í framkvæmd“; og síðast en ekki síst liggur hún hjá bröskurunum sem nýttu tækifærið þegar búið var að afnema aðhaldið og „létu greipar sópa um allt það sem nú var ofurselt þeirra eigin græðgi, og sólunduðu því að því er virðist í fjármálafyllirí og flottræfilshátt“.33 Sé skilgreiningu Einars beitt má fullyrða að fáir beri meiri ábyrgð á hruni íslensks efnahagslífs en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en þeir bera í senn ábyrgð á hugmyndafræði og stjórnmálastefnu, auk þess sem fjölmargir þeirra tóku beinan eða óbeinan þátt í því braski sem ýtti þjóðinni fram yfir hengiflugið. Flokkurinn hefur ekki aðeins verið boðberi frjálshyggjunnar á Íslandi undanfarna áratugi, heldur var það að hans frumkvæði að bankarnir voru einkavæddir og var þar fylgt gamalkunnri helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks og vikið frá kröfum um faglega þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu (sjá t.d. 1:244–271, sérstaklega 264–268).34 Á síðustu misserum hafa svo þingmenn flokksins og framkvæmdastjórar lent í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.