Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 36
G u ð n i E l í s s o n 36 TMM 2010 · 2 Til þess er sá almenni lærdómur sem rannsóknarskýrslan birtir of dýrkeyptur og raunar álitamál hvort Íslendingar hafa eitthvað lært af hremmingum undanfarinna missera, eins og fram hefur komið. Íslenska efnahagshrunið getur aðeins talist af hinu góða ef það var óumflýjanlegt og ef skaðinn af hruninu hefði einungis vaxið fyrir hvert ár sem það hefði dregist. Þá má spyrja sig hvaða afleiðingar það hefði haft fyrir íslenskt samfélag ef fjármálakerfið hefði ekki lagst á hliðina fyrr en 2010 eða 2012, ef það hefði áfram vaxið með þeim hætti sem það gerði t.d. frá 2002 til 2008? Af lestri skýrslunnar sem rannsóknarnefnd Alþingis sendi frá sér má gera því skóna að undirmálskreppan, sem hófst fyrir alvöru 2007 með vanskilum á bandaríska fasteignamarkaðnum, hafi fyrst og fremst flýtt fyrir hruninu. Líklega hefði ekkert dregið úr vexti íslensku bankanna ef aðgangur á lánsfé hefði haldist stöðugur næstu árin, slíkt var hvatakerfið innan þeirra, auk þess sem enginn pólitískur vilji var fyrir því að flytja bankakerfið úr landi (1:31–32). Ásgeir Jónsson, sem starfaði sem forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings á útrásarárunum og er nú í sömu stöðu í Arion-banka, lýsir því vel í bók sinni Why Iceland? hvernig óraunhæfur vöxtur var helsta markmið yfirmanna Kaupþings allt frá upphafsárunum, þótt slíkt hafi líklega ekki verið tilgangurinn með skrifum hans.42 Segja má að hrunið hafi legið í sjálfu þróunarstarfi bankans, en það hafi ekki komið berlega í ljós fyrr en snemma árs 2006, þegar afleiðingarnar af hinni hóflausu þenslu urðu loks sýnilegar.43 Þrátt fyrir þann lærdóm sem draga hefði mátt af Geysiskreppunni44 héldu yfirmenn íslensku bankanna ótrauðir áfram. Sem dæmi má nefna að 15. ágúst 2007, í upphafi lánsfjárkrepp- unnar, er sagt frá því í fréttum að Kaupþing hafi undirritað „samning um kaup á öllu hlutafé í hollenska bankanum NIBC fyrir um 270 milljarða króna“ (6:86), en skuldsett yfirtakan var skýrt dæmi um áhættusækni eða öllu heldur áhættublindu bankans (6:103,106). Kaupin voru Kaupþingi klárlega ofviða og var afstýrt þegar Fjármálaeftirlitið hafnaði yfirtökubeiðninni í ársbyrjun 2008. En hættan fólst ekki aðeins í óhóflegum vexti. Hún fólst einnig í skuldsetningu eigenda bankanna (1.32) og óeðlilega greiðum aðgangi þeirra að lánsfé í bankanum sem þeir áttu, „að því er virðist í krafti eignarhalds síns“ (1.32). Sömu sögu er að segja um einkavæðingu ýmissa sparisjóða, en grafið var undan rekstri þeirra rétt eins og bankanna með óviturlegum lánveitingum, fyrirgreiðslu til tengdra aðila og krosseign- artengslum.45 Svipað var uppi á teningnum þegar bótasjóður trygginga- félagsins Sjóvár var notaður til þess að greiða erlendar skuldir eigenda þess í Milestone og viðskiptafélaga þeirra, auk þess sem eigendurnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.