Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 66
N a j a M a r i e A i d t 66 TMM 2010 · 2 Þegar hann kom til baka var Charlotta að taka til hádegisverð í vetrar- garðinum. Hann gerði æfingarnar sínar á jógadýnunni í forstofunni og gerði teygjur uppi við rimlana í holinu. Þau borðuðu. Hann setti meira brenni á eldinn. Hún stóð raulandi í eldhúsinu og hnoðaði brauðdeig. Hann lagði sig. Síðan hófst hann handa á grasflötinni. Nágranninn leit yfir hekkið og heilsaði. Charlotta veifaði úr eldhúsinu, hún var með handklæði vafið um höfuðið og með hvítan andlitsmaska. Hún leit út eins og trúður. Þegar hann hafði slegið blettinn fékk hann sér kaldan bjór. Það borgaði sig ekki að raka slægjunni saman meðan enn var rakt. Síðan byrjuðu þau að elda og um sexleytið komu Stína og Jakob með Emily í fóðraða kerrupokanum. Þau höfðu bæði þekkt Jakob síðan í grunnskóla og þeir höfðu líka verið bekkjarfélagar í menntaskóla. Charlotta hafði hengt lítil gyllt og silfurlituð egg á birkigrein. Maturinn var vel lukkaður og vínið var gott. Stelpurnar ræddu saman um búðina hennar Charlottu og um það hversu erfitt það væri að finna góða au pair. Hann sagði Jakobi frá því að hann hefði ráðið tvo nýja starfsmenn til að leita að fólki fyrir nýju lífsstílsþættina. Þegar Stína og Jakob höfðu komið sér fyrir í viðbyggingunni með ungbarnið um miðnætti, fór Charlotta líka í háttinn. Honum dvaldist drykklanga stund yfir koníaki á neðri hæðinni og tók eftir því hvernig ljósið úr eldhúsinu flæddi inn um dyragáttina og lenti á rimlunum í holinu svo það sló á þá rauðleitum og hlýjum glampa. Og allt í einu sá hann fyrir sér hvernig Maja, fyrr- verandi kærasta hans, hallaði sér upp að þeim. Eitt kvöldið hafði hún legið lokkandi á rúminu en hann vildi heldur láta hana standa. Hún hafði gripið föstum tökum um rimlana en það var sterkum lærvöðvum hans að þakka að þau gátu gert það í þessari stellingu. Það dundi fyrir eyrum hans rétt áður en hann fékk það, kannski var það einmitt hluti af ánægjunni. Hann brosti að tilhugsuninni, tæmdi úr glasinu og fór fram í upp- vaskið. Næsta morgun tók hann í fyrsta skipti eftir mýbitinu. Hann fann fyrir kláða á vinstri rasskinninni. Líklega hafði hann verið bitinn þegar hann sló grasið. Þau kvöddu Stínu og Jakob og fóru í langan göngutúr. Charlotta hafði á orði hversu indælt það væri að vera í fríi. Hún þarfnaðist þess virkilega eftir að hafa stritað við að flytja búðina sína í stærra húsnæði. Hún var sæt í grænu regnkápunni, næstum eins og þegar þau voru lítil. Hann fann lyktina af sjálfum sér. Þau gengu um furuskóginn; umhverfið var næstum alveg svart, svargrátt, rakinn steig upp frá jörðinni. Charlotta leit á hann og sagði eitthvað en augu hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.