Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 69
M ý b i t TMM 2010 · 2 69 síðast þegar þau sváfu saman var það verulega notalegt, svo hann stóð upp frá borði keppinautanna og kallaði: „Hæ, Sæta!“ og hún féll um hálsinn á honum, hann fann sætkennda vínlykt af henni, þú kemur sem himnasending. Síðar um kvöldið skjögruðu þau heim til hans og rifu sig úr fötunum sem þau hentu á gólfið, hann sneri baki í hana til að kveikja á lampa, hún beygði sig niður til að smokra sér úr sokkabuxunum og þegar hún rétti úr sér aftur blasti rassinn á honum við henni. Hún æpti skelkuð upp yfir sig. Hann sneri sér að henni. „Snúðu þér aðeins við aftur. Hvað í fjandanum kom fyrir þig?“ Hann var næstum búinn að gleyma því. Hún gekk til hans, „snúðu þér við,“ en hann stóð kyrr, suss- aði, tók utan um hana, kyssti hana á hálsinn og hún þreifaði eftir því sem hún hafði séð, stífnaði og dró sig frá honum, „ertu með graftarkýli? Nei, hættu nú, hættu! Ég get ómögulega gert það með þér meðan þú lítur svona út, hvað er þetta eiginlega, þetta hlýtur að vera ógeðslega sárt?“ Hann reyndi að tæla hana. „Þetta er ekki neitt, láttu ekki svona, Heidi.“ En Heidi vildi þvo sér um hendurnar. Og síðan vildi hún fara heim. Hún gleymdi sokkabuxunum. Hann var hundfúll. Hann hefði svo gjarnan vilja negla hana. Hann fann fyrir knýjandi þörf. Nokkrum dögum síðar, þegar hann var á fundi með sænskum starfs- bróður og Stíg, vinnufélaga sínum, var sársaukinn svo mikill að hann átti erfitt með að einbeita sér. Hann iðaði órólegur í sætinu. Eftir því sem leið á daginn hljóp bólga í alla rasskinnina. Um kvöldið var hann kominn með hita. Hann hringdi í Charlottu. Hann lá á maganum og skalf, Charlotta sagði: „Þú ættir bara að sjá sjálfan þig, þú ert eins og bavíani.“ Hún andvarpaði þungt og lagði höndina á mjöðm hans. Hún sagði að sér sýndist sem það væru komin ótal lítil kýli í kringum það stóra. Hún hringdi í frænda þeirra sem var læknir, hann hló og gerði að gamni sínu og sagði hann alltaf hafa verið dálítið rasssáran. Hann hringdi síðan sjálfur í vakthafandi lækni sem kom klukkan hálfellefu, leit örstutt á hann og spurði hvers vegna í ósköpunum hann væri ekki búinn að fara til læknis fyrir löngu og sendi hann á bráðavaktina. Þetta leit ekki vel út. Það varð að skera kýlin burt. Og það var gert. Hann kastaði upp í pappabakka. Sársaukinn var ólýsanlegur. Á eftir setti hjúkrunarfræðingurinn þykka grisju á sárið og sagði að heimahjúkrun myndi koma og skipta um umbúðir þegar hann væri kominn heim aftur. Honum varð hugsað til gamals fólks sem þurfti að þvo og skipta um bleiur á. Hann var innlagður í nokkra daga, var settur á pensilínkúr, lá á hliðinni í rúminu, reyndi að vinna, mókti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.