Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 70
N a j a M a r i e A i d t 70 TMM 2010 · 2 og horfði á sjónvarpið. Hitinn lækkaði aðeins. Hann vildi komast heim. Mamma náði í hann, hún ók bílnum, hann lá í baksætinu, þögull og fýldur. Mamma sagði: „Nú skaltu bara reyna að ná þér, ástin mín.“ „Æ, góða hættu þessu, ég er ekki VEIKUR,“ sagði hann, „þetta er bara mýbit, fjandinn hafi það.“ Hann hringdi í Stíg og sagði að hann yrði heima í nokkra daga. Hann tók pillurnar sínar. Á hverjum morgni kom hjúkrunarfræðingurinn, samviskusöm, teinrétt kona sem leit út fyrir að hafa verið mjög falleg á sínum yngri árum, og tók blóðugu grisjuna af honum, hreinsaði sárin og setti nýjar umbúðir. En hitinn fór hækkandi. Hann kallaði hana Sætu. Hún brosti og hristi höfuðið vandræðaleg á meðan hún mældi hann. Hann hafði enga matarlyst, en aftur á móti stöðugan hausverk og síðan fékk hann einnig verki í ennisholurnar. Átta dögum eftir að hann kom heim fékk hjúkrunarfræðingurinn því framgengt að hann var fluttur aftur með sjúkrabíl á spítalann svo hægt væri að gera frekari blóðrann- sóknir. Þá kom í ljós að hann hafði fengið stafýlókokkasýkingu í fyrri innlögn sinni. Meiri fúkkalyf. Og síðan aftur heim. Charlotta kom í heimsókn með súpu og rauðvín. En um nóttina vaknaði hann upp í andnauð. Hann ýtti við Charlottu sem eins og venjulega hafði sofnað í öllum fötunum í stofusófanum, hún settist ringluð upp og kveikti ljósið. Síðan öskraði hún og greip fyrir munninn. Hann var óþekkjanlegur af bjúg, efri hluti líkamans, hálsinn, andlitið – rauðþrútið og aflagað. Charlotte hljóp kjökrandi í áfalli að símanum og hringdi á sjúkrabíl. Hann ætlaði að standa á fætur en hún hrópaði: „Liggðu kyrr! Liggðu kyrr!“ Þeir sprautuðu hann strax í bílnum. Þeir tóku púlsinn og blóð- þrýstinginn. Síðan settu þeir sírenurnar á. Hann sá næstum ekki út úr augunum, þeir hlupu með hann fram og aftur langa ganga þar til þeir voru loksins komnir á áfangastað þar sem ótal áhyggjufull andlit mynduðu gráan seigfljótandi massa yfir honum. Það var pensilínið. Hann þoldi það ekki. Læknirinn útskýrði það fyrir honum. „Þú fékkst alvarleg ofnæmisviðbrögð. Þú komst inn á síðustu stundu. Við getum glaðst yfir því hversu snögg systir þín var í símann!“ Læknirinn brosti og klappaði honum á herðarnar. En morguninn eftir fengu þau niðurstöður úr nýjum blóðprufum og nú kom í ljós að um var að ræða ónæmar bakteríur. Hann gargaði á starfsfólkið og neitaði að fara í þessa afkáralegu nátttreyju, að ekki væri talað um nærbuxurnar. Hann þoldi ekki matinn, hann þoldi ekki lyktina, allt var ógeðslegt, maður verður veikur af því að vera hér, hreytti hann út úr sér í bræði. Hann lá á stofu með mjóum gluggum. Spítalinn var byggður á þeim tíma sem menn gerðu allt til að spara rúðugler. Hann gat ekki hætt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.