Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 79
B r u n a h a n a r n i r TMM 2010 · 2 79 3 Í Holtaborg var líka klifrugrind. Upp í hana klifruðu strákar og héngu þar eins og apar. Stelpur stundum líka en klifrugrindin var þó skilgreint strákaleikfang og skar úr um hverjir voru alvöru karlmenn og hverjir kéllingar. Bróðir minn klifraði einu sinni upp í hana en ég lét mér nægja að horfa á og skammast mín. En ekki nóg. Ég þorði aldrei upp. Það einkenndi mig sem barn að skammast mín aldrei nóg til að vilja vera öðruvísi en ég var. Löngu síðar las ég söguna Stökkið eftir Þóri Bergsson. Hún var í lestrarbók þar sem ég kynntist ýmsum heimsbókmenntum ellefu ára gamall eða svo. Í þessari sögu hefur ungur héraðslæknir orð á sér fyrir hugleysi eftir að hafa neitað að taka þátt í jakahlaupi á unga aldri en er síðan einn um að þora út í hríðarbyl að bjarga veikri konu. Líklega áttum við sem klifruðum aldrei upp í grindina að gleðjast yfir þessu. En því miður sá ég aldrei fyrir mér að ég þyrði út í hríðarbyl til að bjarga veikri konu. Í Stökkinu er reynt að færa hugrekkið af hinu líkamlega sviði á hið siðferðislega. Samt lifir undir niðri krafan um líkamlegt hugrekki enda fer enginn út í bylinn án þess. Stökkið er fyrirtakssaga um hræsni sam- félagsins en tekur ekki nægt tillit til líkamlegs eðlis óttans. Þarf nám í læknisfræði endilega að draga úr óttanum við náttúruna? Að einu leyti hittir sagan þó naglann á höfuðið. Samband mannsins við óttann getur breyst. Það vita allir sem hafa losnað við fóbíu. Þegar ég var unglingur og löngu búinn að lesa Stökkið og farinn að finna fyrir nostalgíu fór ég einu sinni í göngutúr á gamlar slóðir. Framhjá bókasafninu og skátafélagshúsinu og síðan framhjá Holtaborg. Þá sá ég að klifrugrindin var alls ekki há. En ég klifraði ekki upp. Mín var ekki einu sinni freistað. 1 Þessi brot eru hluti af lengra verki sem höf. vinnur nú að og kemur út fyrir ragnarökkur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.