Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 90
S t e fá n S n æ va r r 90 TMM 2010 · 2 jafnaðarmaður nútímans fara. En hvers vegna vill hann ekki tölta gróna stígu hefðarkratismans? Vegna þess að hann óttast þá forsjárhyggju og miðstýringardellu sem einkenndi fornkratismann. Sumir gengu svo langt að segja sænska forsjárkratismann leiðina til nýrrar gerðar af alræði þar sem fólkið beygði sig sjálfviljugt undir veldi kratismans (t.d. Huntford, 1975). Það fylgir sögunni að einn helsti kennismiður sænskra krata, Gunnar Adler-Karlsson, hafi sagt fyrir um fjörutíu árum að Svíþjóð væri „fúnksjóns-sósíalískt“. Sænska ríkið stjórnaði efnahags- lífinu í reynd þótt fyrirtækin ættu að heita einkarekin, landið virkaði (fúnkeraði) sem sósíalískt samfélag. Og það væri harla gott, sagði sænski erkikratinn. Fúnksjóns-sósíalisminn væri hinn gullni meðalvegur milli kapítalisma og kommúnisma (Adler-Karlsson, 1967). Þennan meðalveg vill frjálslyndi jafnaðarmaðurinn ekki fara. Hann veit að vandi jafnaðarstefnunnar er m.a. sá að hún er ættuð úr vinstri- sósíalisma. Upprunalega var lýðræðisjafnaðarstefna einfaldlega sú hug- mynd að koma mætti á altækum sósíalisma með hægðinni, umbótum og kosningum. Þessu hafnar frjálslyndur jafnaðarmaður, hann er ekkert á móti einkaframtaki og markaðskerfi. En það þýðir ekki að hann dýrki markað og auðvald, slíkt og þvílíkt lætur hann frjálshyggjumönnum eftir. Honum þykir illt hvernig hug- takið um frjálslynda jafnaðarstefnu hefur verið misnotað á Íslandi. Hinn háværi hægriarmur Samfylkingarinnar talar eins og frjálslynd jafnaðarstefna sé ekkert annað frjálshyggja með smá velferðarglassúr og agnarskammti af pólitískri rétthugsun.3 Í ofanálag virðast margir hægrikratar á Íslandi telja að jafnaðarmönnum beri að þjóna auðherrum. Skömmu eftir að Björgvin Sigurðsson varð viðskiptaráðherra lýsti hann því yfir í sjónvarpi að viðskiptaráðuneytið ætlaði að eiga nána sam- vinnu við útrásarauðherra, ráðuneytið ætti að verða útrásarráðuneyti. Jafnaðarmaðurinn fordæmir slíkt hjal og slíka hegðun. Hann hallar sér fremur að Giddens og kenningum hans. Giddens segir að ekkert þjóðfélag fái staðist nema borgurunum finnist þeir eigi eitthvað sameiginlegt og eigi þátt í þjóðfélaginu. En verði ginnungagap milli hinna ríku og hinna fátæku sé voðinn vís og ekki hægt að útiloka alvarleg átök í slíku samfélagi. Mikill ójöfnuður geti beinlínis skaðað efnahagslífið. Hæfileikar þeirra sárfátækustu nýtist ekki samfélaginu því þeir fái ekki tækifæri til að sýna hvað í þeim býr (Giddens, 1998: 42). Velferðarríkið eigi ekki aðeins að vera öryggisnet heldur kerfi sem nýtist öllum borgurum. Það eigi að vera kerfi félagslegra fjárfestinga, fjárfestinga sem auki mannauð. Það sé ekki síst fjárfesting í menntun sem auki þann auð (Giddens, 1998: 117).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.