Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 92
S t e fá n S n æ va r r 92 TMM 2010 · 2 Austurríski hagfræðingurinn Josef Schumpeter var sérvitringur sem rakst illa í flokki. Þegar hann sat í austurrísku bráðabirgðastjórninni eftir fyrra stríð héldu jafnaðarmennirnir í stjórninni að hann væri íhaldsmaður, íhaldsmennirnir að hann væri jafnaðarmaður! Helsti draumur hans í lífinu var að verða mesti hagfræðingur heimsins, besti elskhugi Mið-Evrópu og snjallasti hestamaður Austurríkis. Sást hann oft á ferð um Vínarborg í opnum hestvagni með vindil í munnvikinu og tvær drósir sína á hvorri hlið. Seinna stakk hann af til Ameríku þótt hann væri ekki einu sinni gyðingur. Þar vestra skrifaði hann þá bók sem hér er vitnað í. Þar kemur í ljós að hann var í mörgum efnum sammála frjálshyggjunni. Samt var hann algerlega ósammála henni um möguleika sósíalismans, hann segir berum orðum: „Can socialism work? Of course it can“ (Schumpeter, 1976: 167). Sósíalisminn væri fær um að leysa ýmis efnahagsvandkvæði, losa menn við kreppufarganið, atvinnuleysið og tryggja hægar en öruggar efnahagsframfarir. Leiðin að þessu marki væri eins konar markaðssósíalismi, efnahagslífið yrði í höndum ríkisins en forstjórar fyrirtækja tækju ákvarðanir með hliðsjón af verðmyndun á sýndarmarkaði. Þrátt fyrir þetta var honum meinilla við sósíalismann sem hann taldi ógnun við almennilega sérvisku. Samt taldi hann ekkert því til fyrir- stöðu að hægt væri að koma á lýðræðislegum sósíalisma. Hann segir að þyki mönnum sú hugmynd fjarstæðukennd þá mættu þeir minnast þess að á miðöldum hefði þótt fjarstæða að ætla að miðstýrt ríkisvald gæti einokað ofbeldi og stundað skattheimtu. Á þeim tíma var skattheimta boðin út til „verktaka“, t.d. voru hirðstjórarnir íslensku slíkir verktakar. Í ljósi þessa væri rangt að útiloka möguleikann á lýðræðislegum sósíalisma einhvern tímann í framtíðinni. En slíkt kerfi myndi aldrei geta gefið einstaklingsfrelsinu eins mikið svigrúm og kapítalisminn. Sósíalisminn krefjist sjálfsaga af fólki; sérviska og sósíalismi séu ekki samrýmanleg. Þetta gerði að verkum að minni líkur væru á lýðræði í sósíalisma en kapítalisma, markaðskerfið væri eðlilegur bandamaður lýðræðis því einstaklingsfrelsi sé besta trygging lýðræðis. Slíkt frelsi yrði skorið við nögl í sósíalísku skipulagi. Auk þess gæti sósíalískt lýðræði aldrei orðið umfangsmeira en borgaralegt lýðræði. Þar myndu flokkar og pólitíkusar keppa um hylli kjósendanna á markaðstorgi stjórnmálanna. Fulltrúalýðræði væri eini lýðræðiskosturinn. Efnahagskerfið myndi einfaldlega ekki virka ef allar ákvarðanir yrðu teknar lýðræðislega af verkamannaráðum í sérhverju fyrirtæki. Slík ákvörðunartaka yrði alltof seinvirk. Því yrði að taka ákvarðanir um sósíalíska áætlanagerð af kjörnum fulltrúum, til dæmis á þjóðþingum. Þetta gæfi pólitíkusunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.