Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 103
U m Ö s k u b u s k u TMM 2010 · 2 103 spurningar vakna. Hvað gerir herra Buskan einhvers virði ef hann er valdlaus og félaus, af lægri stigum? Er það útlitið, gæðin og … hvað er skórinn hans stór? Er Öskubuski stærri en stjúpbræður hans? Eru þeir rindlar með fót sem dinglar inni í hinum karlmannlega skó? Kona spyr sig. Ein þekktasta karlmynd úr ösku til metorða er Hans klaufi og hann er sem aðrir kolbítar skítugur aulabárður, en vænn og eðlilegur og af má draga þann lærdóm að konur vilji eðlilega karla sem kunna á augnablikið, frekar en þæga pabbadrengi frosna í samfélagssiðum og afburðakomplexum. Flestir þekkja þessa sögu H.C. Andersen. Kóngur ákvað að sá fengi dóttur hans er gerði hana orðlausa. Hans klaufi bætti um betur og kom henni til að skellihlæja. Kúnstin var að pikka upp af vegi sínum kráku að steikja í tréskó og nota drullumall sem viðbit, eftir að heilu bækurnar stóðu í bræðrum hans. Kolbítarnir kunna á magíu hversdagsleikans og falla ljúft inn í augnablikið með okkur. Útlit þeirra í ævintýrum er sjaldnast málið, enda býr viska í þjóðsögum. Það er seinni tíma Hollywood sem yfirkeyrir snoppufríða glamúrmódelið Barbie og Ken, svo maður er orðinn djöfull leiður og sækir í bresk greppitrýni á skjánum til að jafna sig. Þetta get ég keypt, þetta með kolbítana sem kunna á hið einfalda og næma sem ríkir í heimi kvenna. Þeir kunna að lesa í öskuna, pikka upp það sem þeir finna á vegi sínum, hjálpa aumingjum og lesa leiðina til lukkunnar úr því sem er brunnið, forugt, foraktað og undir allra fótum. En aftur til Buskutusku. Í raunveruleikanum giftist prinsinn aldrei tusku. Furstinn af Mónakó kvæntist ríkri Hollywoodprinsessu. Fátækum fögrum tuskum dugir ekki að kaupa fínan kjól í Hjálpræðishernum. Fólk verður nær undantekningarlaust skotið í einhverjum úr sömu stétt með svipaðan fríðleik. Ómeðvitað. Veldi karla fyrir tíma þingræðis var stétt- skipt og blýfast, einn var krónprins í hverju landi. Sú sem giftist krón- prinsinum í raunveruleikanum var oft ljót og skrýtin, því hjónaband konungborinna miðaði að því að bæta stöðu landsins í valdatafli álfunnar. Sjaldnast var nokkur glampi þar á milli, þau bara paufuðust við að gera skyldu sína milli lakanna stöku sinnum – erfingjanna vegna. Neyddust til. Erfitt er að vera prinsipissa sífellt stungin af baun og annarri ástleysis paradísarveiki. Ekki tók betra við í ástlausu stjórn- málahjónabandi kóngs og drottningar. Nema bæði væru ljúf í gegn og til í að aðlagast hverju sem er. Til þess þarf ríkan hamingjuhæfileika. Sé hann til staðar er allt hægt. Undantekningin sannar regluna. Þar er málið. Í raunveruleikanum á minnið um Öskubusku því ekki við lægri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.