Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 125 Oddný Eir býður lesanda í ferðalag um innlönd ímyndunarafls og skapandi huga; ferð sem höfðar jafnt til þess tilfinningalega og hins vitræna (svo vísað sé til tilbúinnar aðgreiningar vestrænnar hugmyndasögu) og það er vissulega þess virði að halda í þá ferð með henni. Oddný Eir dregur enga dul á að frásögn bókarinnar er byggð á hennar eigin reynslu, bókin er sjálfsævisöguleg og áður en frásögnin hefst rekst lesandi á tvær tilvitnanir sem standa sem einkunnarorð verksins: Sannarlega skal jörðin verða heilsuhæli! Og nú þegar umlykur hana ný og heilnæm angan – og ný von. Friedrich Nietzsche Ég segi ekki frá neinu nema ég hafi áreiðanlega reynslu af því sjálf. Theresa frá Avila Það skal þó ítrekað að þótt frásögnin sé sjálfsævisöguleg framreiðir Oddný Eir efnið á afar skapandi hátt og býr verki sínu umgjörð skáldskaparins, innblást- ursins og ímyndunaraflsins og síðast en ekki síst fræðanna; hún sækir sífellt í þá brunna sem hún hefur fyllt í sínu langa námi og í textanum úir og grúir af beinum og óbeinum tilvísunum til bókmennta og fræða. Slík samfléttun er vandasöm en Oddný Eir hefur á henni afar góð tök auk þess sem hún skrifar mjög góðan og læsilegan texta. II Til að gefa sem besta hugmynd um úrvinnslu höfundar á þeim efnivið sem kynntur var hér í upphafi er nauðsynlegt að kynna byggingu bókarinnar og helstu þræði sögunnar. Heim til míns hjarta skiptist í sex hluta. Sá fyrsti, sem merktur er með tölustafnum 0, setur lesandann inn í stöðu mála. Þar er sögu- kona á „núllpunkti“, meðferð hennar að hefjast og ljóst er að hér er ekki um óvirkan „sjúkling“ að ræða sem vill bara láta „lækna sig“, heldur manneskju sem er ákveðin í að fara einnig sínar eigin leiðir við að hreinsa hjarta sitt og byggja sig upp. Hún hefur líka sína eigin áætlun um hvernig hún ætlar að ná bata: Ég breyti sjúkraherberginu í tilraunastofu, klæði mig í hvítan slopp, raða tilrauna- og ilmvatnsglösunum á borðið og lími upp stundaskrána. Líka nokkrar gamlar stunda- og árangursskrár sem ég er með í farteskinu. V.Í.F.H.L.U.S.T. var til dæmis skrá um vatn, íhugun, fæðu, hreyfingu, lestur, uppgötvanir, skriftir og iðkun nýs tungumáls. Krossaði við og pínulitlar tölur inni í of þröngum reitum, sums staðar hauskúpa og núll. (12) Úr skammstöfuninni V.Í.F.H.L.U.S.T. má auðvitað lesa orðin „víf hlustaðu“ og sögukona þarf kannski framar öðru að hlusta á sinn eigin líkama og nema skilaboð hans, allt eins og ráðleggingar lækna og annars starfsliðs heilsuhælis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.