Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2010 · 2 neitar sér um kynferðislega fullnægingu, og þarmeð þá staðfestingu á lífinu sem margir telja að felist í henni (allavega hjá körlum).8 Þó skyldi varast að leggja of mikla túlkun í dauðann sem umlykur Unu, því Doreen Ash bókstaflega deyr í sögunni. Hún fremur sjálfsmorð daginn eftir útgáfuhátíðina fyrir bók sína, Góða elskhugann. Eins og Guðni Elísson hefur bent á er dauðinn viðvarandi þema í ljóðum Steinunnar og ekki er hann síður nærtækur í skáldsögum hennar og smásögum.9 Höfundur sem vinnur svo markvisst með hugmyndir um dauðann á auðvelt með að ljá honum margvís- legar tilvísanir – dauðinn er ekki eitthvað eitt, heldur einmitt þvert á móti, hann á sér endalausar birtingarmyndir. Sem nærtækt dæmi má taka ljóðið „Haustverk“: Haustin eru tími litanna sem varpa sér yfir landið en gleymum ekki að það er líka á haustin sem menn drepa kærustur sínar. Þetta gerist á ýmsan hátt eftir að kólna tekur í veðri og menn missa trú á náttúruna. Víst er október næstur og allir vita hvað við tekur síðan. Gallinn er sá að menn treysta ekki húminu. Það er misskilningur og á haustin fara menn þess vegna að drepa. Þegar nóg hefði verið að hypja sig bara. Milli rauðra jóla og nýárs rísa kærustur upp frá dauðum, stíga upp til himna á páskum og detta niður á haustnóttum svo hægt sé að slá þær af á nýjan leik.10 Dauðinn er fljótandi, óljós og árstíðabundinn en langt því frá endanlegur. Guðni segir meðal annars að „dauðafantasíur Steinunnar“ megi sjá „sem til- raun [hennar] til að gera úr dauða sínum tjáningarríka list, virkja lífið sem verður í vitundinni um dauðann.“11 Að einhverju leyti er dauði Doreen Ash staðfesting á þessu, þarsem í kjölfar dauða hennar kviknar líf í kviði Unu, en jafnframt er ekki annað hægt en að skoða dauða hennar sem endanlegan dauða á möguleikum Karls til að kynnast raunverulegri ást – dauði Doreen Ash skilar Karli óhultum inn í hinn ‘góða’ endi sögunnar. Jafnframt má sjá feigð hennar, sem er í raun ljós allt frá því að hann heimsækir hana til að þakka henni fyrir hjálpina með Unu, einmitt sem dæmi um hvernig hún auðgar síð- ustu stundir lífs síns í skugga dauðans: hún er aldrei eins falleg og á útgáfuhá- tíðinni, kvöldið fyrir sjálfsmorðið. Dauði hennar er gjörningur, lokapunktur á því ferli sem skrif bókarinnar Góði elskhuginn er. Yfirskrift þessarar greinar er ‘Brúðuheimili’ sem vísar í annað þekkt verk bókmenntanna, verk sem einmitt fjallar um möguleika ástarinnar. Í þessu fræga leikriti Norðmannsins Henriks Ibsen, Et dukkehjem (1879), yfirgefur eiginkonan mann og börn í leit að lífshamingju, og brýst þannig út úr því hlut- verki að vera spegilmynd eiginmanns síns (og reyndar föður líka). Brúðuheim- ilið vísar til hinnar fullkomnu ímyndar fjölskyldunnar sem þá var viðvarandi. Saga Steinunnar minnir okkur á að þessi ímynd er enn til staðar og fólk er enn að vanda sig við að ganga inn í hana – frekar en út úr henni eins og Nóra gerir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.