Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2010 · 2 stífur kennari, en hafði mikinn metnað og lenti í ýmsum útistöðum við menn, meðal annars Terka rektor, eins og vel er dregið fram í bókinni. Sú virðing sem Halldór Kr. naut var ekki síst sprottin af því að hann var síðasti ábyrgðar- maður Fjölnis, bar meðal annars ábyrgð á lokaheftinu sem geymdi kvæði og sögur Jónasar Hallgrímssonar. Þeir Jónas voru kunningjar, þó ekki væru þeir nánir. Jónas orti meðal annars um hann gamankvæði, nokkuð kaldranalegt, „Dóri litli dreptu yður …“ þar sem hann „leggst á kalið eyra“. Mynd Halldórs yfirkennara er sannfærandi í bók Helga, rímar vel við heimildir en honum tekst að gæða hann lífi og sérkennum. Saman ná feðgarnir utan um lungann af íslenskri borgarastétt; þeirra sem valdið hafa og þeirra sem munu landið erfa. Fyrir utan stétt og stöðu þá hentar Móritz Halldórsson líka ágætlega sem sögumaður því hann hvarf að mestu leyti úr íslensku samhengi eftir að hann hrökklaðist frá Danmörku vestur um haf eftir að hafa setið í tukthúsi fyrir afbrot í starfi sínu sem læknir. Saga hans er út af fyrir sig merkileg; eins og svo margra er það saga um andstæður upplags og veraldargengis, mikils metnaðar og brostinna drauma. Móritz var áberandi meðal Íslendinga í Danmörku, var einn Velvakanda-manna sem svo voru kallaðir og börðust fyrir aukinni sið- væðingu á Íslandi og gagnrýndu mjög hart embættismenn og ýmsa valdamikla pósta á Íslandi. Á tímabili virðist Móritz hreinlega hafa verið einn lykilmanna þessa félagsskapar í Kaupmannahöfn, mjög orðaður við þingmannsframboð og veraldlegan frama. Þeim mun meira varð fall hans, en svo virðist sem hann hafi að einhverju leyti tapað áttum og dómgreind árin fyrir handtökuna, og er af því löng saga sem ekki verður rakin hér, en vísa má í hinar bráðskemmtilegu bækur Þorsteins Thorarensen um aldamótin, Gróandi þjóðlíf og Móralskir meistarar. En vel má gera sér í hugarlund hin þungu spor Halldórs Kr., yfir- kennarans siðprúða, þegar hann siglir utan og gengur á milli valdamanna til þess að biðja um vægð fyrir hönd síns efnilega en fallna sonar. Sú staðreynd að Móritz hneigist til náttúruvísinda og læknastarfs skiptir líka máli því það leiðir hann á fund skemmtilegustu persónu sögunnar, Jóns Hjaltalíns landlæknis. Jón Hjaltalín, fæddur 1807 og jafnaldri Jónasar Hall- grímssonar, var stórmerkur vísindamaður og frumkvöðull á sínum tíma. Hann stofnaði meðal annars mikla vatnslækningamiðstöð í Klampenborg, skammt fyrir utan Kaupmannahöfn, þangað sem margir fara enn á baðströnd eða á Bakken í Dyrehaven rétt hjá. Að einhverju leyti virðist sem enn lifi á Klampenborg hugsjón Hjaltalíns landlæknis um lækningamátt vatnsbaða, sem er skemmtilegt og sýnir framsýni hans. Þegar Hjaltalín varð landlæknir flutti hann heim, og kemur vel fram í sögunni hið erfiða hlutskipti vísindamannsins að búa í svo frumstæðu þjóðfélagi og hafa sálufélaga fáa. Hjaltalín gegnir lykil- hlutverki í morðrannsókninni sem vindur upp á sig, er á stundum eins og Sherlock Holmes og dr. Watson er þá hinn bókhneigði alþýðumaður og lög- regluþjónn Jón Borgfirðingur. Raunar er það Jón Borgfirðingur sem með glöggskyggni sinni beinir rannsókninni inn á óvæntar brautir, og Móritz er svo eins konar lærlingur í hópnum með körlunum, þriðja hjól sem nemur og með- tekur – rétt eins og lesandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.