Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 96
Á r n i B l a n d o n E i n a r s s o n 96 TMM 2015 · 1 Fimm árum eftir að Hallberg stofnaði bókaforlag sitt fór hann að vinna að útgáfu á stuttum ljóðaheftum, hvert hefti 32 blaðsíður að lengd. Að mestu leyti var um að ræða íslenskar þýðingar hans á ljóðum úr ensku, spænsku og norrænu málunum, en einnig var um að ræða íslensk ljóð sem hann þýddi á ensku. Í hverju hefti var einn tiltekinn höfundur kynntur. Í því fyrsta voru 25 ljóð eftir Daud Kamal og næst komu 26 ljóð eftir Federico García Lorca. Í þriðja bæklinginn sem kom út árið 1999 valdi Hallberg 23 ljóð eftir Ted Hughes úr bókinni New Selected Poems (1982). Sú bók samanstendur af völdum ljóðum úr ljóðabókunum Hawk in the Rain (1957), Wodwo (1967), Crow (1970), Remains of Elmet (1979) og Earth-Numb (1979). Hallberg gaf kverinu nafnið „Þistlar“ sem er fyrsta ljóðið í „Wodwo“, líklega vegna ljóð- línanna sem þar birtast: „… a grasped fistful / Of splintered weapons and Icelandic frost thrust up // From the underground stain of a decayed Viking.“ Á baksíðu bæklingsins skrifaði Hallberg: „Síðasta bók Ted Hughes var Birthday Letters (1998), safn 88 ljóða, sem fjalla á mjög persónulegan hátt um samband þeirra Sylviu Plath. […]“ Þegar þarna var komið sögu hafði Hallberg ekki séð Birthday Letters, en hann valdi eitt ljóð, í þennan kynn- ingarbækling á ljóðum Ted Hughes, úr New Selected Poems sem birtist síðar í Birthday Letters: „You hated Spain“. Líklega var það að hluta til hinn „downtrodden Irish“ þáttur í persónu- leika Hallbergs sem gerði það að verkum að hann bað mig ekki um, áður en hann dó, að gefa út þann mikla fjölda ljóðaþýðinga sem hann hafði lokið við og geymdi í tölvunni sinni. Þess vegna tók ég mig til, viku áður en hann dó, og spurði hann hvort ég ætti að gefa út hjá útgáfufélagi hans, þau verk sem hann hafði ekki komið á framfæri. Ég vissi að hann hafði tapað miklu fé á útgáfustarfseminni, og var í vafa um hvort „the dourest Scots“ þáttur í persónuleika hans myndi ráða svari hans. En sem betur fer var svar hans óhikað og feginsamlegt „Já“.9 Hallberg hafði nýlokið við að þýða Kráku eftir Ted Hughes, þegar hann veiktist af krabbameini, tæplega áttræður að aldri og þrek hans þraut. Ég útvegaði útgáfurétt fyrir íslensku þýðinguna hjá Faber and Faber, og bókin kom út árið 2012. Hallberg hafði einnig þýtt 37 ljóð úr Birthday Letters áður en hann dó. Ég þýddi hin ljóðin (51 að tölu) og bókin náði inn á hinn líflega jólabókamarkað árið 2013.10 Skandinavískt kal Þegar ég vann að mínum hluta íslensku þýðingarinnar á ljóðabókinni Birthday Letters, átti ég það til að skoða hvernig skandinavísku þýðendurnir hefðu leyst úr erfiðum þýðingarhjöllum. Oft kom það sér vel að geta skoðað vinnubrögð kolleganna, en hins vegar kom það mér mjög á óvart hvað ónákvæmnin var oft mikil í þessum þýðingum. Ef fylgt er greiningu Ted Hughes á genasamsetningu Íslendinga, þá mætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.