Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 98
Á r n i B l a n d o n E i n a r s s o n 98 TMM 2015 · 1 er sleppt á milli ,Only the sea‘ og ,could scour you‘ (,Kun havet kunne renskure dig‘, bls. 157); ekki er minnst þar á nein sjávarsölt til þess að hreinsa Sylviu Plath.23 Í þessu ljóði komu skapþyngsli Sylviu fram ,late in the day‘ (bls. 155), en í dönsku þýðingunni komu þau „of seint“ (,Din krise kom for sent‘, bls. 158). Í dönsku þýðingunni á „Grand Canyon“, er það aðeins Sylvia Plath, en ekki Ted Hughes, sem horfir á múldýrin: ,så du muldyrene‘ (bls. 100), ,þú horfðir á múldýrin‘ en í frumgerðinni stendur ,Watching the mules […] we drifted our gaze‘ (bls. 96). Í þessu ljóði er því lýst að Sylvia sé gengin sex vikur með (,Six weeks pregnant‘, bls. 96); í dönsku þýðingunni er hún hins vegar gengin sjö vikur með: ,syv uger henne‘ (bls. 100). Í ljóðum Ted Hughes er mikil nákvæmni í notkun á hrynjandi og áherslum. Ef ljóðlína samanstendur af einu orði, þá er það vegna þess að orðið hefur sérlega mikið innihaldslegt og/eða tilfinningalegt vægi. Engin metnaðar- full þýðing á ljóðum getur forsómað að halda til haga slíkum listrænum brögðum af ýtrustu nákvæmni. Orðin ,Everybody knew everything‘ (bls. 190) í ljóðinu „The God“ eru svo mikilvæg að þau eru einangruð frá öðrum orðum í ljóðinu með því að láta þau standa sér í einni ljóðlínu. En í dönsku þýðingunni, er þessum orðum hnoðað inn í ljóðlínurnar ,/[…] the tongues / of fire told their tale. And suddenly / Everybody knew everything. /‘ Í dönsku þýðingunni verða þannig tæpar þrjár ljóðlínur að einni: /,ildtungerne for- talte deres historie. Og pludselig vidste alle alt/‘ bls.190).24 Þegar kom að því að semja góðar lokalínur í ljóðum, þá var Ted Hughes með þeim snjallari sem ég hef lesið. Hinn tilfinningaþrungni og virðulegi endir hans á ljóðinu „18 Rugby Street“, þegar hann líkir Sylviu Plath við Ameríku, kemur út eins og rómantískur Vínarvals með endur- tekningu í réttum þríðlið í orðinu ,Beautiful‘. Ljóðlínan er tíu atkvæði: ,Beautiful, beautiful America!‘25. Í öllum þrem skandinavísku þýðingunum eru línurnar átta atkvæði og byrja á réttum, en hoppandi tvíliðum sem minna frekar á nornirnar í Macbeth að kyrja: ,Vakre, vakre […]‘26, ,Vackra, vackra […]‘27, ,Skönne, skönne […]‘28. Hallberg Hallmundsson var með sama atkvæðafjölda í þýðingu sinni á þessari ljóðlínu og er í frumtextanum og hann notaði frábæra og mjög svo skapandi lausn í bragarhættinum: ,Undur-, undurfagra Ameríka!‘29. Þannig skapaði hann afslappað flæði í ljóðlínuna sem er í samræmi við gleðivímuna, virðuleikann, fegurðina og einlæga til- finningatjáninguna í frumtextanum. Gæði ljóðaþýðinga skipta mjög miklu máli ekki síst vegna hins knappa forms ljóðanna og skilningur á blæbrigðum í frummálinu skiptir þar ekki minnstu máli. Þýðandinn þarf að koma yfir á sitt eigið tungumál allra smæstu smáatriðum og litbrigðum tungumálsins. Ónákvæmnin í dönsku og norsku þýðingunum á Afmælisbréfum er tæpast fyrirgefanleg.30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.