Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 8
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 8 TMM 2017 · 2 Trans-einstaklingar ganga oft í gegnum eigið inferno. Sjálfsvígstilraunir og sjálfskaði einkennir sögur marga transkvenna og karla. Það er ekki tekið út með fegurð og frelsi að fæðast í röngu kyni. Að vera á skjön við heiminn, á skjön við sjálfan sig. Sína líkamsveru. En á sama tíma er þetta sigurganga. Nú þekki ég aðeins einn transmann og hann er sonur minn. Saga hvers og eins er einstök. Saga hans er merkileg og verður ekki sögð hér nema að mjög litlu leyti. Þó að hann sé barnið mitt þá hef ég ekki hugmynd um allt það hugrekki sem þarf til að brjótast úr slíkum viðjum. Að fæða sjálfan sig, skapa sig og alla sína mynd og sinn skapnað á nýjan leik. Öll sú angist sem fylgir þessu óvissuferli. Ég stend fyrir utan sem áhorfandi og get aðeins miðlað ótta mínum og ást af veikum mætti. Eins og ég sé stödd á leiksýningu og sem áhorfandi hef ég enga stjórn á sviðsetningu og framvindu verksins. Van- máttur er það sem ég hef upplifað. Því ég get ekki hjálpað, ég get ekki tekið sorgir hans í burtu, ég get ekki fært honum lífið sem hann á skilið. Fagurt líf. Hann er á sinni vegferð og þarf að ganga þessi þungu skref einn. Ég reyni að styðja við stoðir sem ég er oft hrædd um að bresti. Þegar hann er glaður þá verð ég glöð. Þegar hann er dapur þá verð ég döpur. Þunglyndi og kvíði hefur verið hluti af lífi okkar beggja. En það sem einkennir líf okkar í mun ríkara mæli er það hugrekki sem þarf til að lifa fögru lífi. Lífinu sem okkur er ætlað. Endurfæðing tekur langan tíma. Tekur jafnvel engan enda. Í Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante fer sögumaðurinn Dante ásamt fylgdarmanni sínum Virgli niður í Inferno. Í níu hringi helvítis. Eftir Inferno tekur við Purgatorio, hreinsunareldurinn. Ég upplifi hringi Infernos í þessu ferli og þegar hormónameðferðin hefst þá má segja að stigið sé inn í hreinsunareld. Ég er hrædd. Hrædd um að hreinsunareldurinn vari allt lífið. Ég þrái það heitast að sonur minn komist óskaddaður í gegnum eldinn og upp í ljósið, Paradiso. Hann muni upp rísa. Purgatorio hefst í þessu tilfelli með hormóninu testósteróni. Testósterón hefur margvísleg áhrif í líkama okkar. Þetta hormón eykst í konum frá fer- tugsaldri, en þá aftur minnkar það í karlmönnum. Náttúran er alltaf að reyna að sætta, jafna út og sameina. Reyndar er testósterónmagn í líkam- anum mjög breytilegt eftir einstaklingum almennt. Offramleiðsla þessa hormóns veldur tómri áþján og því hefur verið fleygt að Egill Skallagrímsson hafi verið haldinn hormónaójafnvægi. Að ljóst megi vera að ofbeldishneigðir víkingar Íslendingasagna, sem höggva mann og annan, hafi átt við slíkt böl að stríða. Konur eiga það til að sækja meira fram þegar þær komast á miðjan aldur og testósterónframleiðsla eykst. Þetta er að sjálfsögðu ofureinföldun á flóknu samspili annarra hormóna, líkamsstarfseminnar í heild sinni, andlegs atgervis, samfélagsgerðar, stöðu hvers einstaklings, persónuleika, áfallasögu, fjölskyldustöðu og hvað eina. Eftir að frumburður minn hafði verið spraut- aður reglulega með testósteróni í tæpt ár tók framkvæmdagleði hans og áræðni nokkrum breytingum um tíma. Hann hafði átt erfitt með að treysta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.