Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 84
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r
84 TMM 2017 · 2
Lourmarin til Panthéon-grafkirkjunnar í París þar sem stórmenni landsins
hvíla. Ekki varð af því vegna andstöðu Jean Camus, sonar rithöfundarins,
sem taldi það vera í mótsögn við líf Camus og myndi auðvelda valdhöfum
að tileinka sér verk hans.20
Vissulega barðist Camus fyrir góðan málstað, segir Ansel, var réttum
megin, nema þegar kemur að Alsírdeilunni. Þetta komi skýrt fram í Útlend-
ingnum og reyndar fleiri verkum; Meursault drepi „Arabann“ – ekki Alsír-
inginn – vegna þess að í nýlendusamhenginu eigi hann ekki skilið að lifa,
sé einskis virði. Því sé ekki minnst á hann í síðari hluta verksins, hann sé
einfaldlega gleymdur, án þess þó að hafa nokkru sinni átt sér sögu, hvað
þá nafn. Þarna blasi við ójafnræðið sem ríkti milli Alsíringanna og frönsku
nýlendubúanna. Sólin beri ekki ábyrgð á morðinu heldur hafi hatrið stýrt
gjörðum Meursault, hatrið sem aðskildi þessa tvo hópa. Þess vegna sé fráleitt
að tengja verkið við absúrdismann eins og Sartre gerði og Camus reyndar
líka. Þarna, skrifar Ansel, sjáum við hvað Camus fannst raunverulega um
Alsírdeiluna, en kom ekki fram í viðtölum og blaðapistlum; skáldskapurinn,
bætir hann við, kemst nær sannleikanum. Hann rifjar upp að Camus taldi
„að Frakkar yrðu að sigra landið á nýjan leik“, ekki með ofbeldi eins og
fyrra skiptið heldur með því að sýna Alsíringum réttlæti, komast að mála-
miðlun sem kæmi í veg fyrir aðskilnað.21 En þarna telur Ansel að Camus hafi
brugðist, verið ófær um að sjá að nýlendustefnan getur ekki verið réttlát, þar
sem hún er óréttlát í eðli sínu; honum hafi verið ómögulegt að sleppa takinu
og hugsa út fyrir nýlendurammann. Ansel byggir greiningu sína til dæmis á
verki Edwards W. Said, en einnig á nákvæmum lestri á greinum, ritgerðum,
skáldverkum og handritum Camus.
Það má rifja upp í þessu samhengi að eftir að Camus tók við Nóbelsverð-
laununum árið 1957 í Stokkhólmi hitti hann sænska nemendur og ræddi við
þá um afstöðu sína til sjálfstæðisbaráttu Alsírbúa. Þá sagði hann meðal ann-
ars: „Ég hef alltaf fordæmt ógnarstjórn. Ég hlýt einnig að fordæma hryðju-
verk sem framin eru í blindni, til dæmis á götum Algeirsborgar, og sem dag
einn gætu bitnað á móður minni eða fjölskyldu. Ég trúi á réttlætið en ég mun
verja móður mína á undan réttlætinu.“22 Síðasta setningin olli mikilli reiði
í Alsír og í augum óvina hans í Frakklandi tók Camus fjölskyldu sína, sam-
félag sitt, samfélag Frakka í Alsír, fram yfir réttlætið og málstað innfæddra
Alsírbúa gegn nýlenduherrunum. Þegar hann segist verja móður sína frekar
en réttlætið má þó telja að Camus hafi átt við réttlætið þegar það tekur á sig
mynd terrorismans, en hann hafði um svipað leyti lýst yfir stuðningi við
Alsírsku þjóðarhreyfinguna (MNA) sem var hlynnt pólitísku fjölræði.23
En er það svo að Camus tjái fyrst og fremst hið „andstyggilega hugarfar
nýlendustefnunnar“ – la sale mentalité coloniale eins og Yves Ansel kemst
að orði – í verkum sínum? Er réttast að líkja Meursault við Tinna í Kongó24
eða hafa þeir sem enn hrífast af Útlendingnum eitthvað til síns máls, hvort