Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 139
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 139 Þegar Atli setur sig í samband við Arnar og biður hann um að hanna merki fyrir fyrirtækið sitt rifjast upp dramatískir atburðir úr stopulli vináttu þeirra. Það er óhætt að segja að hvert einasta smáatriði í lýsingu Atla vísi í sömu átt. Sjarmerandi siðvillingur, sósíópati. Það má eiginlega kalla það lýti á sögunni að í henni leynist ekkert sem ekki stuðlar að því að sýna okkur þessa bresti í persónuleika hans. Hrollvekj- andi atvik í sambandi við meðferð á dýrum orka sterkt á lesandann, eins og til er ætlast, en það er eitthvað ódýrt við persónusköpunina. Þó leynist hér eitt margræðasta og snjallasta augnablik bókarinnar. Við opnun sýningar á verk- um Arnars, sem Atli kostar sem greiðslu fyrir lógóið, standa þeir fyrir framan eitt verkanna: – Þetta er eins og svelgurinn, sagði hann og benti á spíral sem ég hafði unnið með sérstakri aðferð sem skapaði ákveðna sjónhverfingu á bláum grunni. – Svelgurinn? sagði ég. – Já, manstu ekki eftir kettlingunum? sagði hann og hló. Við vorum rosalegir. (28) Hér er margt að skoða. Listamaðurinn sem er að vinna úr skelfilegu benskuat- viki sem er „eins og vatnsmerki í svo mörgu“ sem hann hefur unnið. Félagi hans sem var gerandi í atburðinum, kveikir strax á tengingunni, en í stað þess að umlykja hana þögn og skömm, eða hneykslast á opinberuninni, vekur hann athygli á henni og gerir félaga sinn samsekan. Nema hvað „sekt“ er ekki rétta orðið. Atli sér ekkert rangt við það sem þeir gerðu. „Rosalegt“ kannski, en ekkert umfram það. Úrvinnsla listarinnar andspænis ómeltum óhugnaðinum. Og þessi óvænti hlátur sem eykur hryllinginn. Flókið samlíf listamanns og peninga- valds. Hver er betri til að meitla það í skýra mynd en höfundur Bónusljóða og handhafi Frelsisverðlauna Kjartans Gunnarssonar? Andri Snær er fæddur 1973 og var því 35 ára í Hruninu eins og söguhetjurnar í þessum tvíleik. Það kemur skýrt fram í seinni sögunni, Wild Boys. Þar erum við stödd í dæmigerðu útrásarvíkinga- partíi, með allri sinni ofgnótt og mann- fyrirlitningu. Kannski ekki rétt að kalla það dæmigert, hafi maður ekki verið í slíkri veislu. Erkitýpískt væri réttara. Hér er ekki verið að reyna að segja neitt nýtt um þetta furðulega og harmræna tímabil, heldur fyrst og fremst að mála sterkari litum það sem við sjáum öll fyrir okkur. Það er snyrtilega gert: Það var furðulegur gljái yfir öllu. Brynja skar sig frá systkinum sínum. Hjá henni var allt orðið svo þétt, svo öruggt og vandað. Bílhurðir lokuðust með þéttum dynk. Bílarnir voru orðnir svo þykkir, það drundi öðruvísi í þeim en öðrum bílum, þeir lágu betur, svo mikill bassi í öllu. (100) Wild Boys er eina sagan í bókinni sem ekki er sögð í fyrstu persónu. Sögurödd- in sér í hug einnar persónu. Við fylgj- umst með Brynju, æskukærustu og nú eiginkonu Atla, sem tekur þátt í félagslífi klíkunnar, en heldur þó smá fjarlægð, sem er að aukast hraðar og hraðar eftir því sem úrkynjunin verður augljósari. Eins og víðast hvar í þessum sögum eru einfaldir hlutir og raunsæisleg atvik látin bera þunga merkingu á nokkuð augljósan hátt: „Hvar voruð þið?“ „Ég gleymdi að spyrja. Dubrovnik? Við sáum engin skilti, þetta var trít, við vorum með bundið fyrir augun“ (94) Þetta er oftast snyrtilega gert og almennt sýnir Sofðu ást mín að það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.