Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 114
A u ð ó l f u r G u n n a r s s o n 114 TMM 2017 · 2 Magnús Eiríksson var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum: gáfaður, gagnmennt- aður og ástúðlegur. Hann var og söngelskur og söngmaður góður. Var hann því aufúsugestur á heimilum manna. Vinmargur var hann, elskuðu vinir hans hann og virtu, sem elskulegan bróður. (Eiríkur Albertsson, 1938, bls. 134) Ekki átti fyrir Magnúsi að liggja að kvænast og eignast fjölskyldu. Hann skildi við unnustu sína á Íslandi og í Danmörku var honum meinað að giftast þeirri konu, sem hann kaus, vegna andstöðu fjölskyldu hennar. Magnús kom til Kaupmannahafnar á umbrotatímum ári eftir júlí- byltinguna í Frakklandi. Urðu þá miklar breytingar til frelsis og framfara í Norður-Evrópu. Samtímis Magnúsi í Kaupmannahöfn voru m.a. Fjölnis- menn og Jón Sigurðsson. Eiríkur Albertsson telur Magnús hafa verið handgenginn Fjölnismönnum en þó staðið nær Jóni Sigurðssyni í frelsis- baráttu Íslendinga. Bent hefur verið á, að Magnús hafi líklega verið eini Íslendingurinn á þessum árum, sem tók þátt í danskri landsmálapólitík svo nokkuð kvæði að og ekki hafði með sérmál Íslendinga að gera. Hann gekk í nýstofnaðan stjórnmálaflokk iðnaðarmanna, frjálslyndra menntamanna og félags er nefndi sig bændavini. Flokkurinn barðist fyrir auknu frelsi í stjórnmálum og trúmálum og takmörkun á einveldi konungs. Magnús var í framboði fyrir flokkinn í Kaupmannahöfn í kosningum 1848, en náði ekki kjöri. Um þær mundir komst Magnús upp á kant við forystumenn dönsku kirkjunnar og veraldlega valdið. Hann gaf út rit til varnar litlum sértrúar- flokki, er nefndust baptistar (skírendur). Þeir neituðu að láta skíra börn sín í bernsku. Þetta mætti mikilli andstöðu forstöðumanna dönsku kirkjunnar og veraldlegra ráðamanna, sem beittu valdi til að láta skíra börnin. Magnúsi ofbauð framganga stjórnvalda og forstöðumanna kirkjunnar gegn foreldrum barnanna. Hann benti á, að í frumkristninni hefði tíðkast skírn fullorðinna en ekki ungbarna og beiting valds í deilu um andleg málefni bæri vott um rökþrot og andlegt skipbrot og væri ekki kirkjunni samboðið. Í framhaldi af deilum þeim, sem upp voru komnar, ritaði Magnús konung- inum, Kristjáni VIII, bréf og lagði til, að Sjálandsbiskupi og forstöðumanni guðfræðideildar Háskólans yrði sagt upp störfum vegna framgöngu þeirra. Auk þess fann hann að ýmsu í stjórnsýslu danska einveldisins og þröngsýni, sem þar ríkti. Málsókninni var hins vegar snúið á hendur Magnúsi sjálfum og hann sakaður um trúvillu. Úr því varð þó ekki að dómur gengi í málinu, því að Kristján konungur lést og við tók Friðrik VII, sem var maður frjáls- lyndur. Hann afsalaði sér einveldi og gaf út sakaruppgjöf til handa þeim, sem taldir voru hafa brotið gegn prentfrelsis- og stjórnarlögum. Af þessu tilefni fékk Magnús áheyrn konungs og þakkaði honum persónulega sakar- uppgjöfina. Sagt var, að konungur hefði brosað og sagt, að hann mundi gera sér far um að ástunda réttlæti og þótti Magnúsi það konunglega mælt. Vegna trúardeilna sinna við forstöðumann guðfræðideildarinnar og fleiri forvígismenn kirkjunnar var Magnúsi gert ókleift að kenna við Háskólann og stúdentar voru flæmdir frá honum úr einkakennslu. Jafnframt var gert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.