Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 97
To l s t o j e ð a M a j a k o v s k i j TMM 2017 · 2 97 kenni hinnar rússnesku „ideju“ og verður í túlkun Berdjajevs að einskonar afskræm ingu á rússneskum messíanisma, rússneskri endurlausnarhugsjón. Berdjajev leggur áherslu á það að þótt hin rússneska „ideja“ hafi í ýmsum greinum sameinað róttæklinga sem íhaldsmenn hafi það mjög ráðið ferð hve neikvæða afstöðu flest skáld og aðrir menntamenn hafi tekið til valdsins og ríkisins. Einveldið bannar stjórnmálahreyfingar og það eykur mjög aðdrátt- arafl hinna róttækustu kenninga um samfélagið. Stefnan er þar með tekin á pólitíska byltingu. Berdjajev tengir þetta allt við trúarlega innviði rúss- neskrar sálar sem þýði að Rússum sé eðlilegt að trúa á spásagnir um mikið uppgjör og heimsslit, boða endalok hins gamla skipulags og hins gamla hugarfars og endurfæðingu til nýs lífs. En við þetta fengust furðu margir skrifandi menn nálægt aldamótunum 1900. Bæði þeir sem reyndu að vekja kristindóminn til nýs lífs með því að virkja trúna í þágu félagslegs réttlætis (eins og Berdjajev vildi sjálfur), sem og þeir sem boðuðu öreigabyltingu og sveiuðu öllum trúarbrögðum eins og marxistar af ýmsu tagi. Á sama róli voru meira að segja skáld symbólismans sem um þetta leyti er ríkjandi bók- menntastefna, menn eins og Alexander Blok, skáld sem oftast virðast mjög fjarri pólitískum deiluefnum dagsins en sáu þó fyrir sér innan tíðar mikið uppgjör sem þeir í senn þrá og óttast. Því messíanisminn er ávallt í kallfæri við bölsýna útmálun á fyrri afglöpum Rússa og myrkri sem yfir þeim grúfir og einatt illum grun um að Rússland sé á harðferð til glötunar. Nálægt alda- mótum yrkir Blok: Blóðið svart í æðum ólmast æðar þenur, öllum vörnum undan ryður, okkur spáir umskiptum og uppreisn slíkri sem enginn áður sá né heyrði. En þegar byltingin sjálf var byrjuð var það svo einmitt Alexander Blok sem túlkar ætlunarverk hennar á þessa leið í grein sem hann nefndi „Mennta- menn og bylting“ (Intelligentsija i revoljútsija): „Hvað ætlast menn fyrir? Gera alla hluti nýja svo að okkar falska, óhreina og leiðinlega líf verði réttlátt, hreint, glaðlegt og fagurt líf.“ Að sjálfsögðu voru ekki öll skáld full af svo bláeygri bjartsýni þegar til byltingar kom. Einn þekktasti höfundur landsins, Ívan Búnin, sem flúði land og byltingu í janúar 1920, var ekki í vafa um að það væri einmitt sú fúla súpa sem mallaði í kötlum rússneskra bókmennta, ofurtrú á að öllu þyrfti að breyta snarlega, trú á visku og gæsku alþýðu, sem hefði steypt Rússum út í grimma byltingu sem öllu góðu tortímdi. Byltingu sem hann hataði af heilum hug eins og hann lýsti í dagbók sinni sem hann gaf út í París undir heitinu Hábölvaðir dagar (Okajannyje dni,1925). Þar segir Búnin meðal annars við landa sína: Þið getið sjálfum ykkur um kennt, þið sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.