Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 51
„ É g e r m e ð k ó k ó m j ó l k s e m é g s t a l í b ú ð i n n i .“
TMM 2017 · 2 51
Nykur og komst í samhengi þar sem einhver gat lesið yfir fyrir mig. Ég gaf
hana út sjálf í samstarfi við Nykur. Davíð Stefánsson var ritstjóri. Ég er
ánægð með þessa bók, hún hefur svo skýrt konsept og er óður til Reykja-
víkur. Þetta eru prósaljóð og örsögur, eitthvað þar á milli.
Einhvers konar ljóðsögubók: Bjarg (2013).
Ég þarf að hafa eitthvað til að vinna út frá, einhvern ramma og ramminn
hér er áttahæða blokk með sex íbúðum á hverri hæð. Þetta er hópsaga og
fjallað um margar persónur og ég reyni að segja sögurnar í sem fæstum
orðum, yrki ljóð fyrir hverja íbúð og sótti líka í gamalt efni úr skissubók-
unum og blandaði við ný skrif. Skrifin eru aldrei línuleg heldur blandast
tímarnir saman. Það var kúnst að láta ljóðin tala saman, svo það sem gerist
á annarri hæð heyrist á fyrstu og ég var skelfingu lostin á meðan bókin var í
prentun um að eitthvað gengi ekki upp.
Smásagnasafnið Svuntustrengur (2009).
Hér birtast fyrstu sögurnar, frá árinu 1998 og sem ég skrifa á tíu ára tíma-
bili og ólíkar svuntur tengja. Það eru ekki bara bakarar sem nota svuntur,
líka blómasalar og fólk í frystihúsum. Svunturnar eru samt ekki aðalatriðið.
Bókin hefði getað komið út átta árum fyrr en textinn á að vera tímalaus og
geta komið út hvenær sem er; þannig vinn ég núna. Seinna skrifa ég kannski
bók sem heimtar að koma út strax.
Skáldsagan Jarðvist (2015)
Sagan byggir á námuverkamönnunum í Chile sem lokuðust ofan í jörðinni
árið 2010. Þetta er lýsing á tráma og hvernig ólíkar persónur bregðast við því
á ólíkan hátt – mér þykir vænst um þessa bók því hún reyndi mest á mig.
Nýlega áttaði ég mig á því að bókin kallast á við nýjustu bókina, Tungusól
og nokkrir dagar í maí, hún er skrifuð á svipuðum tíma og ég hreinlega varð
að halda niður í jörðina, niður í myrkrið. Þegar ég skrifaði hana fór ég oft í
svitahof (e. sweat) þar sem maður situr í hita og myrkri í tjaldi og tekst á við
innri drauga. Þegar bókin var komin út áttaði ég mig á tengingunni, svona
er margt ómeðvitað í sköpunarferlinu.
Já, að skrifa er e.t.v. ástand á milli svefns og vöku, þriðja raunstigið. Þetta
er margrapersónusaga.
Já, það var gaman að leika mér með þetta form sem m.a. Faulkner og
Einar Kárason hafa notað og láta ólíkar persónur tala. Það var stór hluti af
glímunni og býður upp á svo margt. Að fá persónurnar til að birtast í því
sem þær segja og segja ekki og gera og gera ekki og hvernig aðrir spegla þær.
Í raunverulegu atburðunum í Chile festust þrjátíu og þrír menn í námunni,
ég hef þá níu og læt þá ganga lengra inn í skelfingu en gerðist í raun og veru
og einskorðaði mig við dagana sautján þegar enginn vissi hvort þeir væru