Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 14
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n
14 TMM 2017 · 2
bundin sögulegu sjónarhorni, afmarkast við námsár hans og fyrstu starfsár.
Að mínum dómi er þetta afdrifaríkt tímabil í þróun hans sem einstaklings
og arkitekts – sem hefur víðtæk áhrif á byggðarsögu landsins síðar meir.
Guðjón er með fyrstu mönnum til þess að kynna íbúa landsins fyrir hug-
myndum og hugtökum skipulagsmála og almennt talinn fyrstur til að fjalla
um þau mál með fræðilegum hætti. Fram að því að Guðjón byrjar starf sitt
hér á landi hafði nærri allt sem kom að heildarhugsun skipulags- og hús-
næðismála, hvernig þau gátu tengst heilbrigði og vellíðan íbúa meðal annars,
verið virt að vettugi. En það átti eftir að breytast.
Bæjafyrirkomulag
Guðjón Samúelsson var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist „með
hefðbundnum hætti“.5 Hann gegndi embætti húsasmíðameistara ríkisins frá
1920–1950, allt frá því að hann sneri til Íslands eftir námsdvöl í Kaupmanna-
höfn til dauðadags. Á því skeiði teiknaði hann flest stórhýsi sem byggð voru
á vegum ríkisins, fjölda smærri bygginga, auk þess sem hann átti ríkan þátt
í skipulagsmálum hér á landi. En hann var ásamt Guðmundi Hannessyni
lækni frumherji í þeim málum á Íslandi.6
Skrif Guðjóns Samúelssonar um skipulagsmál komu fyrst fyrir sjónir
almennings sama ár og fyrsta teikning hans að húsi í Reykjavík varð að veru-
leika, árið 1912.7 Miðvikudaginn 10. júlí birti Lögrjetta fyrri hluta greinar
sem Guðjón ritar frá Kaupmannahöfn og kallast „Bæjafyrirkomulag“. Síðari
hluti hennar birtist í næsta tölublaði viku síðar og voru þessi skrif að margra
mati fyrsta tilraun sem gerð var til þess að fjalla um skipulagsmál á íslensku
með fræðilegum hætti.8
Það er spurning hvort líta megi á grein Guðjóns sem einhvers konar
„manífestó“. Eins manns stefnuyfirlýsingu þar sem breyttir og betri tímar
eru boðaðir. Hún hefst á herhvöt manns sem stendur á mærum tveggja tíma
og býr sig undir að taka fyrsta skrefið: „Bæjafyrirkomulag er eitt mesta
áhugamál nútímans“.9
Upphafið gefur til kynna að Guðjón hafi þá þegar verið farinn að hugsa
sér að eiga þátt í að hrinda íslenskum byggingarframkvæmdum inn í nútíma
sem lúrði á næsta leiti.10 Nýir tímar kölluðu á nýja menn, nýjar starfsað-
ferðir, og Guðjón byrjar á yfirlýsingu þess efnis að hingað til hafi bæirnir
á Íslandi byggst af handahófi og hugsunarleysi. Tímabært sé að gefa skipu-
lagi kaupstaða meiri gaum. Sú skoðun sé orðin almenn hjá málsmetandi
mönnum, bætir hann við, að „til þess að bær geti þrifist, verði bæjarfyrir-
komulag að vera ákveðið“.11 Þá eigi jafnframt ekki að einskorða skipulag við
skipan húsa heldur einnig að taka verðgildi lóða og heilbrigðisfyrirkomulag
með í reikninginn. En hann lætur ekki þar við sitja. Hann lætur þá skoðun
í ljós að arkitektúr myndi og/eða móti einstaklinginn, persónueinkenni
hans, og jafnvel innræti. Hér má sjá fyrsta vísi þeirrar byggingarfræði-