Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 14
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 14 TMM 2017 · 2 bundin sögulegu sjónarhorni, afmarkast við námsár hans og fyrstu starfsár. Að mínum dómi er þetta afdrifaríkt tímabil í þróun hans sem einstaklings og arkitekts – sem hefur víðtæk áhrif á byggðarsögu landsins síðar meir. Guðjón er með fyrstu mönnum til þess að kynna íbúa landsins fyrir hug- myndum og hugtökum skipulagsmála og almennt talinn fyrstur til að fjalla um þau mál með fræðilegum hætti. Fram að því að Guðjón byrjar starf sitt hér á landi hafði nærri allt sem kom að heildarhugsun skipulags- og hús- næðismála, hvernig þau gátu tengst heilbrigði og vellíðan íbúa meðal annars, verið virt að vettugi. En það átti eftir að breytast. Bæjafyrirkomulag Guðjón Samúelsson var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist „með hefðbundnum hætti“.5 Hann gegndi embætti húsasmíðameistara ríkisins frá 1920–1950, allt frá því að hann sneri til Íslands eftir námsdvöl í Kaupmanna- höfn til dauðadags. Á því skeiði teiknaði hann flest stórhýsi sem byggð voru á vegum ríkisins, fjölda smærri bygginga, auk þess sem hann átti ríkan þátt í skipulagsmálum hér á landi. En hann var ásamt Guðmundi Hannessyni lækni frumherji í þeim málum á Íslandi.6 Skrif Guðjóns Samúelssonar um skipulagsmál komu fyrst fyrir sjónir almennings sama ár og fyrsta teikning hans að húsi í Reykjavík varð að veru- leika, árið 1912.7 Miðvikudaginn 10. júlí birti Lögrjetta fyrri hluta greinar sem Guðjón ritar frá Kaupmannahöfn og kallast „Bæjafyrirkomulag“. Síðari hluti hennar birtist í næsta tölublaði viku síðar og voru þessi skrif að margra mati fyrsta tilraun sem gerð var til þess að fjalla um skipulagsmál á íslensku með fræðilegum hætti.8 Það er spurning hvort líta megi á grein Guðjóns sem einhvers konar „manífestó“. Eins manns stefnuyfirlýsingu þar sem breyttir og betri tímar eru boðaðir. Hún hefst á herhvöt manns sem stendur á mærum tveggja tíma og býr sig undir að taka fyrsta skrefið: „Bæjafyrirkomulag er eitt mesta áhugamál nútímans“.9 Upphafið gefur til kynna að Guðjón hafi þá þegar verið farinn að hugsa sér að eiga þátt í að hrinda íslenskum byggingarframkvæmdum inn í nútíma sem lúrði á næsta leiti.10 Nýir tímar kölluðu á nýja menn, nýjar starfsað- ferðir, og Guðjón byrjar á yfirlýsingu þess efnis að hingað til hafi bæirnir á Íslandi byggst af handahófi og hugsunarleysi. Tímabært sé að gefa skipu- lagi kaupstaða meiri gaum. Sú skoðun sé orðin almenn hjá málsmetandi mönnum, bætir hann við, að „til þess að bær geti þrifist, verði bæjarfyrir- komulag að vera ákveðið“.11 Þá eigi jafnframt ekki að einskorða skipulag við skipan húsa heldur einnig að taka verðgildi lóða og heilbrigðisfyrirkomulag með í reikninginn. En hann lætur ekki þar við sitja. Hann lætur þá skoðun í ljós að arkitektúr myndi og/eða móti einstaklinginn, persónueinkenni hans, og jafnvel innræti. Hér má sjá fyrsta vísi þeirrar byggingarfræði-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.