Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 143
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 143 aðferð, þá sem meisturum „Annála- hreyfingarinnar“ var kær, og hún er ímyndunaraflið. Þetta undirstrikar hann skýrt og hefur um það sérstakt nafn: Þar sem ég veit ekkert fyrir víst nota ég það sem kalla má röksögu, eða ímyndun grundvallaða á þekkingu! Slíkt kallast argumentum í miðaldasagnfræði, þ.e. það sem ætla má, út frá heimildum, að gerst hafi. (bls. 25). Og þetta er enn áréttað í lok bókarinnar: Stundum er ímyndunaraflið eina aðferð- in sem við höfum til þess að fá sögu til að rísa upp úr tómum brotum. (bls. 256). Fyrir þessu hefðu „Annálamenn“ að sjálfsögðu klappað, og vafalaust hefði þeim líka verið skemmt yfir því hvernig höfundur leiðir þessa aðferð áfram: Leit mín að Geirmundi fór smám saman að líkjast starfi leynilögreglumanns, nema líkið var 1100 ára gamalt og löngu orðið að dufti. (bls. 41). Hér er kannske rétt að staldra við, því þótt þetta sé kannske sett fram í hálfkær- ingi má vera að höfundi ratist hér réttara á munn en hann gerir sér grein fyrir sjálfur, því hann fylgir hér í rauninni þeirri aðferð sem Sherlock Holmes beitti með góðum árangri, eins og mönnum er kunnugt. Þessa aðferð sína kallaði hann „afleiðslu“, og hann gerir skýra grein fyrir henni eitthvað á þessa leið: Áður en farið er að beita hinni göf- ugu list afleiðslunnar þarf að undirbúa grunninn, og það starf er í því fólgið að safna saman öllum þeim atriðum sem varða málið, hversu smávægileg þau kunna að virðast, – oft eru það lítilfjör- legustu atriðin sem reynast að lokum mikilvægust. Mestu varðar að gengið sé að því með algeru hlutleysi, menn verða sem sé á þessu stigi að útiloka með öllu fyrirfram kenningar sem gætu valdið því að þeir tækju einhver atriði fram yfir önnur, gerðu þeim hærra undir höfði en létu sér kannske sjást yfir annað. Í byrj- un verður að leggja þau öll að jöfnu. Atriðin geta verið af margvíslegu tagi, meðal þeirra eru að sjálfsögðu hlutir sem finnast við ýtarlega og umfangs- mikla vettvangsrannsókn, en einnig öll þau einkenni sem gefa til kynna per- sónuleika þeirra sem eru við málið riðn- ir, fyrri sögu þeirra, tengsl þeirra hvers við annan og margt fleira af því tagi. Nauðsynlegt er að taka vel eftir öllu því sem er óvenjulegt og undarlegt, – ekki í samræmi við það sem helst mætti búast við. Svo þegar sem flest þessara atriða liggja fyrir, er loks hægt að beita afleiðslunni sjálfri, og hún er fólgin í því, svo ég einfaldi málið, að athuga hvernig þau geta tengst saman og mynd- að sögu. Það þarf að skoða þau gegnum tímans rás, rekja þau aftur í tímann – þessi rökleiðsla aftur á bak er nokkuð sem flestum reynist erfitt – og jafnvel fram í tímann líka, leiða í ljós fléttuna. Tengslin milli þeirra mynda nokkurs konar net, og oft eru það fleiri en eitt sem hægt er að teikna upp, en aðeins eitt samsvarar því sem gerðist, – það er sagan. Til að velja þarf að ganga út frá því að rétta netið myndi heim sem hlýð- ir sínum eigin vissu rökum. Orð Sherlock Holmes bera með sér að hann starfaði fyrir daga „Annálahreyf- ingarinnar“, á þeim tíma þegar „pósitív- isminn“ svokallaði var ríkjandi, og kemur það fram í því hvernig hann vill útiloka allar fyrirfram kenningar, en það er aðeins annað orð yfir það sem síðar var kallað „spurningar“. Að öðru leyti eru þau hin besta skilgreining á því sem Bergsveinn kallar „röksögu“, úr þeim má jafnvel lesa heitið sjálft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.