Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 98
Á r n i B e r g m a n n
98 TMM 2017 · 2
hafið verið aldir á bókmenntum sem í hundrað ár hafa farið með níð um
bókstaflega allar stéttir, alla hópa manna … nema einhverja „alþýðu“ – sem
skáldin þekki þó næsta lítið. Hann segir ennfremur að það sé „baneitrað“
að nálgast mannlífið með aðstoð bókmennta, enda séu skáld með fáeinum
undantekningum skaðvænlegasta manntegund sem til er. Og ekki bæti úr
skák að rússneskar bókmenntir hafi næstliðna áratugi spillst ótrúlega mikið
af siðlausri sjálfsdýrkun.
Hvað skal segja um þennan harða dómi Búníns?
Við getum byrjað á að samþykkja og ítreka að trúin á skáldskap sem
áhrifa vald í mannlegu félagi hafi lengst af fylgt hugsandi og skrifandi
Rússum. Hvað sem líður tískusveiflum í hugmyndaheimi hefur sú trú verið
nógu öflug til þess að bæði valdhafar og andófsmenn gegn ríkjandi ástandi
á hverjum tíma reyndu að taka hana í sína þjónustu, láta bókmenntir styrkja
sinn boðskap og sína stöðu í tilverunni. Það er því ekki nema sjálfsagt að
spurt sé beint; hvaða áhrif höfðu bókmenntirnar á rússnesku byltinguna?
Í fyrsta lagi á aðdraganda hennar og róttækni sem reyndist svo öflug að
byltingin stóð af sér tvísýna borgarastyrjöld og beina íhlutun erlendra stór-
velda á fyrstu árum hennar.
Og í öðru lagi: hver voru áhrif rithöfunda á það hvernig byltingarþjóð-
félagið þróaðist?
Hér er stórt spurt og hér verður reynt að svara með því að vísa okkur til
hægri verka fyrst og fremst til aðeins tveggja misfrægra en mikilvægra nafna
í sögu rússneskra bókmennta: Vladimirs Majakovskijs ljóðskálds og sagna-
meistarans Levs Tolstojs. Ljóðskálds sem boðaði byltingu, fagnaði henni og
vildi þjóna henni sem best – og sagnaskálds sem var sjálfur úr heimi horfinn
sjö árum áður en hún hófst, óttaðist rússneska byltingu og leitaði leiða til að
koma í veg fyrir hana.
Allir upp á götuvígin
Majakovskij hóf feril sinn um 1910 sem ungskáld sem vildi hafa endaskipti
á öllum hlutum og lék snemma spámann um það sem koma hlyti. Ský í
buxum, ljóðabálkurinn sem er eftirminnilegasta verk hans frá því fyrir
byltingu, er heróp gegn „list ykkar, ást ykkar, trú ykkar og þjóðfélagi ykkar“.
Majakovskij var einn af stofnendum framúrstefnuhóps sem kenndi sig við
framtíðina, fútúrista, og óvinirnir sem hann kýs sér eru jafnt skáld liðinna
tíma og samtímans, burgeisar og keisarahershöfðingjar. Og byltingin sem
koma myndi yfir Rússland skyldi vera bein hliðstæða og samsvörun við við-
leitni hans sjálfs og félaga hans til að skapa nýtt ljóðmál, nýjan rytma, nýja
myndvísi, kveðskap sem hafnaði náttúrudýrkun og táknsæi en söng lof hrað-
anum, borginni, tækninni og um leið dirfskunni og jafnvel grimmdinni. Allt
þetta var sett í háværar stefnuskrár á borð við „Gefum smekk almennings