Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 132
U m s a g n i r u m b æ k u r 132 TMM 2017 · 2 kallaður „„Ess-jón““ og ávarpar hann því þannig. Skáldið „ætlaði að hvessa sig við mig […]“ en hættir við þegar hann sér að „það var strákurinn í hjólastóln- um sem hafði sagt þetta“ og spyr í stað- inn, „hver ert þú?“ Og Jósef, sem veit að „Sjón var súrrealisti og lærisveinn hins brjálaða listamanns Alfreðs Flóka“, svarar: „Ég er parísarhjól, ég er kuðung- ur, ég er sofandi hurð“. Þetta svar notar Sjón síðar „í ljóð sem hann nefndi „Pappír“ (501). Jósef giskar á að hann hafi verið „búinn að gleyma því að honum hafði ekki dottið það í hug sjálf- um. Þar skildi ég eftir mig spor“ (501). Og viti konur: í fimmtu ljóðabók Sjóns, Reiðhjól blinda mannsins (1982), er ein- mitt ljóðið „Pappír“: Hún er með tvö höfuð vaxhöfuð vafið inn í svart klæði og skrautmálað fuglshöfuð úr tré úr gogginum seytlar grænn vökvi það er hafið hún safnar því í skál frystir og skrifar á ísinn: Ég er parísarhjól ég er kuðungur ég er sofandi hurð. Hér er lýst gervimanneskju, höfuðin tvö eru úr vaxi og tré. Og ljóðið er líka prýðisdæmi um súrrealískt myndmál þar sem líkingarnar bregða á leik með efnislega eiginleika hluta: hafið kemst fyrir í skál og hurðin sefur.6 Og ef marka má titilinn er hafið líka pappír – og skáldkonan tvíhöfða er skapari alls (hafið er upphaf lífsins). Ljóðið vísar því til sköpunar og eyðingar, rétt eins og þríleikurinn sjálfur. Orð Jósefs um ‚sporin‘ sem hann skilur eftir eru á sama hátt dæmi um (sjálf)sköpun og tilvísun til dauða hans sjálfs. Ennfremur er senan dæmi um enn eina birtingarmynd skáldsins Sjóns í eigin texta. Hér kemur hann ekki fram sem skapari eða örlagavaldur, heldur er hann að nokkru leyti að segja eigin sköpunarsögu, frá þeim tíma sem hann var að mótast sem skáld. Veturinn 1980–1981 var hann búinn að gefa út tvær ljóðabækur (Hvernig elskar maður hendur kemur út árið 1981, en þá hefur skáldið sleppt punktinum og kallast Sjón) og stofna súrrealistahópinn Medúsu. Og hann nefnir til sögunnar sinn helsta áhrifavald, listamanninn Alfreð Flóka. Þessi stutti kafli (rétt tæp blaðsíða) er því enn eitt dæmið um lýs- ingu á tilurð, að þessu sinni höfundarins sjálfs – sem deilir afmælisdegi með sögupersónu sinni. IV Ástarsaga – glæpasaga – vísindasaga: þessar bókmenntagreinar hafa ekki verið taldar til fagurbókmennta heldur eru gjarnan flokkaðar í lægri þrepum virðingarstiga bókmenntastofnunarinn- ar. Súrrealistar hafa gjarnan sótt inn- blástur til þess háttar rita sem talin voru höfða til ‚lægstu hvata‘.7 Það að tefla saman fagurbókmenntum og slíkri ‚list‘ felur í sér ákveðna ósvífni sem hentaði framúrstefnufólki vel og þetta nýtir Sjón sér vel í Codexinum. Í Augu þín sáu mig er vísað til þekktra expressíónískra kvikmynda, spennumynda síns tíma; í Með titrandi tár koma hasarblöð og Drakúla við sögu og einnig er vísað til hasarblaða í Ég er sofandi hurð. Eins og fram kemur hér í upphafi nefnir Jósef teiknimyndasögu ‚um stökkbreytt börn‘, en þar er vísað til X-Men seríunnar sem notið hefur mikilla vinsælda allt frá árinu 1963. Sögurnar fjalla um það hvernig ungmenni öðlast ýmsa (ofur- mannlega) hæfileika í krafti stökkbreyt- inga sem gefið er í skyn að séu af völd- um geislamengunar. Aleta fundar með ‚hafgúu‘ sem einnig er af-mynduð vegna stökkbreytingar og sú lifir sig inn í umbreytingu sína líkt og Jósef. Samtal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.