Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 65
Ú t r ý m i n g a r h æ t t a
TMM 2017 · 2 65
ljóðin hans eru bæði á þýsku og ensku, hvort á sinni síðu til samlestrar. Ég
man að það var sumarkvöld, mjög heitt og gólfið í bókasafninu hennar var
þakið svörtum gúmmíflekum. Ég var að segja henni að ég saknaði stundum
Parísar og þá klifraði hún upp í stiga og sótti þessa bók, sem var dimmblá
og svört kápan umlykjandi, Poetry in Translation. Gamla landið færðist þá
nær mér í nýja landinu. Celan var skáldanafn, stafaruglingur á nafninu hans.
Hann fæddist í Rúmeníu, í Búkóvínu-héraðinu sem ég ferðaðist eitt sinn um
án þess að þekkja þá Celan. Hann skrifaði á þýsku og hann var mikilvirkur
þýðandi ljóða.
2. Rose Ausländer
Celan var í vinfengi við hina svokölluðu rúmensku súrrealista sem voru
stór merkilegir en eru enn fremur lítt þekktir. Og hann var vinur konu frá
Búkóvínu sem seinna bjó í Ameríku og skrifaði sérstök ljóð. Hún átti hvergi
heima nema í ljóðum og hún hét Rósa Ausländer. Bæði hún og Celan urðu
fyrir barðinu á nasismanum. Þau hittust í ghettói í Rúmeníu og urðu fyrir
ljóðrænum og geðrænum áhrifum hvort af öðru.
3. Wislawa Szymborska
Geirlaugur Magnússon þýddi ljóð pólsku skáldkonunnar Wislöwu Szym-
borska. Fallegar þýðingar og falleg ljóð. En þegar ég leitaði að giftingarljóði á
leið í brúðkaup íslenskrar vinkonu og pólsks ástmanns hennar fann ég ekk-
ert við hæfi á íslensku og ákvað að snara úr ensku í tilefni dagsins. Skömm
að því að hafa þýtt úr öðru en frummáli, útkoman eftir því, ónákvæm. Wis-
lawa var ljóðskáld, esseyjuisti og virkur þýðandi franskra ljóða yfir á pólsku.
4. H.D.
Hilda Doolittle fæddist árið 1886 í Betlehem í Ameríku. Hún hitti Ezra
Pound í London og byrjaði að gefa út ljóð undir skáldheitinu H.D. Hún var
vinkona Freuds og fór í sálgreiningu hjá honum til að reyna að skilja tví-
kynhneigð sína. Ljóð hennar hafa þótt tala máli femínisma og kynjafræða.
Innblástur sótti hún til forn-grískrar menningar og náttúrunnar. Ég fann
loksins heildarsafn ljóða hennar í Shakespeare og company í París, í þykkri
grænni bók, fallegri og verðmætri. Þegar ég ætlaði að snara ljóðunum í
bókinni helltist yfir mig óþolinmæði. Það var eins og hún hefði dreift ástríðu
sinni yfir aðeins of margar blaðsíður. Í óró minni endaði ég á að skrifa eigið
ljóð í stað þess að klára þýðingarnar.