Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 65
Ú t r ý m i n g a r h æ t t a TMM 2017 · 2 65 ljóðin hans eru bæði á þýsku og ensku, hvort á sinni síðu til samlestrar. Ég man að það var sumarkvöld, mjög heitt og gólfið í bókasafninu hennar var þakið svörtum gúmmíflekum. Ég var að segja henni að ég saknaði stundum Parísar og þá klifraði hún upp í stiga og sótti þessa bók, sem var dimmblá og svört kápan umlykjandi, Poetry in Translation. Gamla landið færðist þá nær mér í nýja landinu. Celan var skáldanafn, stafaruglingur á nafninu hans. Hann fæddist í Rúmeníu, í Búkóvínu-héraðinu sem ég ferðaðist eitt sinn um án þess að þekkja þá Celan. Hann skrifaði á þýsku og hann var mikilvirkur þýðandi ljóða. 2. Rose Ausländer Celan var í vinfengi við hina svokölluðu rúmensku súrrealista sem voru stór merkilegir en eru enn fremur lítt þekktir. Og hann var vinur konu frá Búkóvínu sem seinna bjó í Ameríku og skrifaði sérstök ljóð. Hún átti hvergi heima nema í ljóðum og hún hét Rósa Ausländer. Bæði hún og Celan urðu fyrir barðinu á nasismanum. Þau hittust í ghettói í Rúmeníu og urðu fyrir ljóðrænum og geðrænum áhrifum hvort af öðru. 3. Wislawa Szymborska Geirlaugur Magnússon þýddi ljóð pólsku skáldkonunnar Wislöwu Szym- borska. Fallegar þýðingar og falleg ljóð. En þegar ég leitaði að giftingarljóði á leið í brúðkaup íslenskrar vinkonu og pólsks ástmanns hennar fann ég ekk- ert við hæfi á íslensku og ákvað að snara úr ensku í tilefni dagsins. Skömm að því að hafa þýtt úr öðru en frummáli, útkoman eftir því, ónákvæm. Wis- lawa var ljóðskáld, esseyjuisti og virkur þýðandi franskra ljóða yfir á pólsku. 4. H.D. Hilda Doolittle fæddist árið 1886 í Betlehem í Ameríku. Hún hitti Ezra Pound í London og byrjaði að gefa út ljóð undir skáldheitinu H.D. Hún var vinkona Freuds og fór í sálgreiningu hjá honum til að reyna að skilja tví- kynhneigð sína. Ljóð hennar hafa þótt tala máli femínisma og kynjafræða. Innblástur sótti hún til forn-grískrar menningar og náttúrunnar. Ég fann loksins heildarsafn ljóða hennar í Shakespeare og company í París, í þykkri grænni bók, fallegri og verðmætri. Þegar ég ætlaði að snara ljóðunum í bókinni helltist yfir mig óþolinmæði. Það var eins og hún hefði dreift ástríðu sinni yfir aðeins of margar blaðsíður. Í óró minni endaði ég á að skrifa eigið ljóð í stað þess að klára þýðingarnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.