Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 134
U m s a g n i r u m b æ k u r
134 TMM 2017 · 2
stríð, mannkynssögu, þjóðsögur og
myndasögur.
Áherslan á úrvinnslu texta kemur vel
fram í orðaskiptum sögumanns og
hlustandar í Augu þín sáu mig, þegar
hún segir: „Ekki fleiri sögur!“ og hann
svarar „En þetta er bókmenntaleg tilvís-
un!“; „Hún lætur [söguna] kallast á við
heimsbókmenntir“ (205–6). Tilvitnunin
úr Ég er sofandi hurð í upphafi þessarar
umfjöllunar ítrekar þessa áherslu: „svo
ekki fari á milli mála að saga mín kallist
á við aðrar meiriháttar sagnarlistir“
(379), og rekur síðan þær fjölmörgu
bókmenntagreinar og frásagnir sem að
sögu hans koma.
Frásagnaraðferðin er lýsandi dæmi
um textatengsl (intertextualité) eins og
þau birtast í kenningum bókmennta-
fræðingsins og sálgreinandans Júlíu
Kristevu. Textatengsl er hugtak sem
Kristeva skilgreinir sem tilfærslu eða
víxlun eða ferðalag eins táknkerfis yfir í
annað. Þessi tilfærsla textatengslanna
felur í sér „gagnkvæm skipti og
umbreytingu“ á báðum þeim orðræðum
sem víxlunin tekur til.8
Þannig umbreytir Sjón stöðugt sög-
unni um góleminn, allt frá því að segja
hana sem sögu af tilurð barns (góleminn
birtist alltaf fullorðinn og alskapaður í
þjóðsögum og skáldverkum) yfir í að
afhjúpa að í raun er ekki um gólem að
ræða, heldur mann sem þjáist af sjald-
gæfum sjúkdómi og samsamar sig þess-
ari goðsagnaveru. Jafnframt segir hann
sögur af tveimur öðrum persónum,
Aletu, sem er líka að umbreytast og
Hrólfi, sem á segulbandinu rekur sína
sögu um það hvernig hann skapar sjálfan
sig sem ofurmenni, eftir að hafa gefist
upp á þeim draumi að verða rithöfundur.
Í staðinn (endur)skrifar hann sögu lík-
amans í krafti erfðatækninnar og eyðir
svo mannkyninu með því að stuðla að
sköpun gervigreindar, eins og áður segir.
Sögum þessara þriggja er teflt saman
í Ég er sofandi hurð og jafnframt er
minnt á sjálfa frásögnina á ýmsan hátt,
tilurð hennar og tilfærslu. Allar sögurn-
ar sem fléttast inn í textann eru augljóst
dæmi, svo og segulbandið, rannsóknin
og spurningalistinn.
Ljósasta dæmið um sjálfsögulega hlið
textatengslanna er þó áherslan á sagna-
mennsku og samspil sögumanns og
hlustanda. Þetta kemur vel fram í kafla
rétt fyrir miðju Ég er sofandi hurð. Þar
hallar Jósef sér aftur í sófann eins og til
að ná meiri fjarlægð milli sín og Aletu,
líkt og „bilið á milli þeirra gefi honum
þá frásagnarlegu fjarlægð sem hann þarf
að hafa á sjálfan sig til þess að sagan sé
trúverðug“, jafnframt því að geta betur
fylgst með hlustönd sinni og tryggt að
athygli hennar bresti ekki með því að
hagræða „þræði og áherslum“. En
kannski er tilgangurinn annar, „hefur
Jósef óvart gripið til eins af elstu brögð-
um sagnameistaranna, þeirra sem láta
sér ekki nægja að hafa andlegt vald á
áheyrendum sínum heldur taka stjórn-
ina á líkama þeirra strax í sögubyrjun
með því að lækka róminn og halla sér
aftur á bak svo að þeir halli sér fram“
(447). Þessi „hörfandi upphafshreyfing
sögumanns […] dregur áheyrendur
hans með honum yfir ósýnileg landa-
mæri sagnaheimsins – og staðfestir þar
með að allar sannar bókmenntir tala til
búksins jafnt sem hugans“ (448). Aleta
hallar sér fram og „við þá samstilltu
hreyfingu tekst með þeim sáttmáli um
hver sé leiðsögumaðurinn og hverjir
ferðalangarnir í ferðinni sem þá er að
hefjast“. Og í upphafi ferðar „bera allir
sömu von í brjósti“ (447):
Að hlutverkin haldist óbreytt söguna á
enda, mælandinn haldi athygli hlust-
enda sinna, að enginn og ekkert glatist
á leiðinni, allra síst sjálf sagan þar sem
stundum kann að verða laust fyrir fæti,