Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 40
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 40 TMM 2017 · 2 Hvaðan af landinu ertu ættuð? Já, pabbi er frá Borgarfirði eystri og amma Stebba og afi Bergur áttu hús þar sem hét Vinaminni, það brann því miður löngu seinna eða 1988. Þau fluttu til Sandgerðis á gamals aldri, þá voru þrjú barna þeirra, af sjö, flutt þangað. Á þessum tíma voru mikil uppgrip í Sandgerði og sjávarútvegurinn í blóma, nóg af fiski og þau voru að elta börnin sín sem eltu fiskinn. Móður- fjölskyldan er úr Borgarfirði hér fyrir vestan og mér skilst að móðuramma mín sé upphaflega frá Akureyri. Móðurafi minn kom frá Lundarreykja- dalnum í Borgarfirði. Ég á alveg eftir að kynna mér og leggjast yfir ætt- fræðina en þetta er spennandi allt saman. Amma og afi – móður minnar megin sem hétu Fríða og Þórður – kynntust í Stafholtstungum í Borgarfirði þegar afi kom þangað sem vinnumaður. Þau bjuggu síðan í Sandgerði og mamma ólst þar upp ásamt tveimur bræðrum. Í Sandgerði átti ég ömmu og afa í Aðalbóli og ömmu og afa í Sandvík – húsin hétu nöfnum, götuheitin voru ekki notuð. Þórður afi var mikill hestamaður og hafði hesta í garðinum. Ég veit lítið um ættir blóðforeldra en það litla sem ég hef skoðað rekur þráðinn á Vestfirðina og líka til Skotlands. Þú ólst upp í Sandgerði – viltu segja mér frá bernskustöðvunum? Ég tengdi vel þegar ég las fyrst Þorpið eftir Jón úr Vör. Þorpið býr alltaf í manni, öll hús þess og allir sem þar bjuggu. Svo flutti ég burt tvítug, missti öll tengsl og hef verið ódugleg að rækta þau. Ég fékk góðan grunn og öryggi, bjó alltaf í sama húsinu, taldi fimm skref í skólann og sundlaugina. Fyrir neðan garðinn tók við mói, svo fjara – það var leiksvæðið og ég elskaði að vera í fjörunni. Allir sem maður þekkti unnu auðvitað í fiskinum. Pabbi var skipstjóri, mamma sá um bókhald fyrir fiskvinnslufyrirtæki og ég byrjaði að vinna í saltfiski strax eftir fermingu. Það þótti æðislegt að komast í vinnu í fiski, letingjarnir fóru í bæjarvinnuna, eða svo var okkur sagt. Seinna vann ég nokkur sumur í Nesfisk í Garðinum. Það er mjög gott fyrir óharðnaðan ungling að vinna í frystihúsi afþví maður kynnist allri mannlífsflórunni. Meira. Það var gott að alast upp í bæ einsog Sandgerði, ég var alltaf úti að leika mér, þar var fullt af krökkum, við fórum í alls konar útileiki og lentum í ævintýrum. Vorum með bú í móanum, með alls konar drasl, umbúðir utan um mat, brúsa, netadræsur, dótið sem kom upp úr fjörunni var heill ævin- týraheimur. Á þessum tíma skolaði meira drasli upp í fjöruna – sjávarsorpið var gullið okkar. Einhvern tímann fórum við að veiða marhnúta á skolp- ræsisrörinu sem lá út í sjó. Fyrir utan lá lítil eyja sem ég fór aldrei út í en hún var spennandi og afþví maður var á kafi að lesa bækur Enidar Blyton ímyndaði maður sér að þar væru smyglarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.